James lék ekki með ÍBV í kvöld vegna veikinda

17.Apríl'13 | 08:12
David James, markvörður ÍBV í Pepsi-deildinni, lék ekki með liðinu í kvöld gegn Portsmouth er liðin mættust í gógerðarleik á Fratton Park.
 
 
Portsmouth sigraði ÍBV með tveimur mörkum gegn einu á Fratton Park. Bradley Tarbuck og Liam Walker skoruðu mörk Portsmouth áður en Kjartan Guðjónsson minnkaði muninn á síðustu sekúndum leiksins.
 
Hermann Hreiðarsson lék bæði með ÍBV og Portsmouth í leiknum. Hann kom inn á fyrir Gunnar Þorsteinsson um miðjan síðari hálfleik áður en hann henti sér í Portsmouth-treyjuna.
 
Það vakti mikla athygli að David James, markvörður Eyjamanna, spilaði ekki gegn sínum gömlu félögum í Portsmouth, en hann átti upphaflega að byrja inná. Guðjón Orri Sigurjónsson var í marki, en James greindi frá því á Twitter að hann hefði ekki verið með vegna veikinda.
 
,,Frábært andrúmsloft á Fratton Park í kvöld! Takk fyrir að sýna stuðning og mæta. Ég er leiður yfir að hafa ekki spilað en ég hef verið að glíma við veikindi #pup," sagði James á Twitter í kvöld.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.