Horfum til framtíðar

Borgarafundur um samgöngumál í Höllinni

17.Apríl'13 | 14:48
Á morgun klukkan 18:00 verður haldinn borgarafundur um samgöngumál undir yfirskriftinni Horfum til framtíðar.
Krafa fundarins samkvæmt auglýsingu eru eftirfarandi:

1: Endurskoðun á hönnun og frágangi Landeyjahafnar til öruggra siglinga verða sett í forgang og lokið sem allra fyrst.
2: Hönnun Landeyjahafnar verði það vel úr garði gerð að frátafir verði ekki meiri en við siglingar í Þorlákshöfn
3: Þarfir Eyjamanna og flutningsgeta sitji í fyrirrúmi við hönnun farþegaferju, en ekki stærð Landeyjahafnar.
4: Að farþegaferjur á Íslandi verði skilgreindar sem þjóðvegur, hluti af þjóðvegakerfi Íslands.
 
Fundarstjórar eru: Guðmundur Þ. B. Ólafsson og Friðrik Björgvinsson.

Eftirtöldum aðilum er boðið að taka þátt með framsögu:
Grímur Gíslason - Vestmannaeyjabær - Ísólfur Gylfi Pálmason - Friðrik Björgvinsson - Vegagerðin - Siglingastofnun - Fulltrúi útgerðar - Fulltrúi Eimskips - Fiskréttaframleiðendur - Ferðaþjónustan - Gísli Jónasson - fulltrúi hins almenna borgara.
 
Eftir framsögu verður óskað eftir samþykki borgara um ofangreindar kröfur með handa uppréttingu.
Þar sem stutt er í kosningar eru spurningar sendar til fyrsta manns á lista hvers flokks sem býður sig fram í næstu kosningum til Alþingis og verða svör þeirra lesin upp.
 
Vestmannaeyingar! Sýnum samstöðu! Mætum á borgarafundinn næstkomandi
fimmtudag þann 18. apríl sem haldinn verður í Höllinni kl. 18.00.

Við krefjumst lausna ekki loforða. Horfum til framtíðar!
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.