Karate á ströndinni hjá ÍBV strákunum í gær

Ferðapistill #5 frá Val Smára

16.Apríl'13 | 09:42
Á vefsíðu stuðningsmannafélags ÍBV www.eyjamenn.com birtast ferðapistlar frá framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar. Í dag er stóri dagurinn hjá strákunum á ÍBV en þeir mæta liði Portsmouth í dag klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Ferðapistil Vals Smára má lesa hér að neðan:
Ferðapistill #5
 
Nú þegar við erum komnir vel inn í seinnihálfleik ferðarinnar þá er spennan farin að magnast upp fyrir leik Portsmouth og ÍBV. Dagurinn í gær fór að hluta til í undirbúning fyrir leikinn en á æfingu var skipt í lið og var byrjunarliðið í leik dagsins í einu liðinu á móti rest. Þegar að fótboltaæfingunni var lokið var keyrt beint niðrá strönd þar sem beið okkar karate þjálfari og sló það virkilega í gegn. Þegar karate-ið var búið þá fóru flestir í sjóinn áður en við fórum í mat á hótelinu. Restina af deginum var svo gefið frí til að fara að versla.
 
Búið er að skipuleggja daginn í dag en hann byrjar á morgunmat og göngutúr klukkan 10:30. Eftir það verður farið á safnið um bardagan um Trafalgar og skoðað skip Lord Nelson sem heitir HMS Victory. Förum við síðan á Ibis hótelið sem er við hliðiná Fratton Park þar sem við spilum klukkan 19:45 í kvöld (18:45 á Íslenskum tíma).
 
Búið er að selja yfir 7.000 miða og er reiknað með það seljist einnig nokkur þúsund miðar á leikdegi. Það er því ljóst að það verður stemmning á leiknum og góð þolraun fyrir leikmenn ÍBV.
 
Endilega fylgist með málum á Eyjamenn.com en byrjunarliðin koma inn seinnipartinn í dag.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.