Afkoma Vestmannaeyjabæjar langt yfir væntingum

16.Apríl'13 | 08:04

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Rekstrarafkoma Vestmannaeyjabæjar var jákvæð um 530 milljónir króna í fyrra. Þetta er talvert umfram væntingar en gert var ráð fyrir 73,5 milljóna króna afgangi eftir árið.
 
Fram kemur í ársreikningi Vestmannaeyjabæjar að rekstrarafkoma A hluta var jákvæð um 456,4 milljónum króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 116,5 milljónir króna. Eigið fé sveitarfélagsins nam næstum 5 milljörðum króna í lok síðasta árs.
 
Rekstrartekjur Vestmannaeyjabæjar námu 4.267,6 milljónum króna í fyrir A og B hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 3.380,3 milljónum króna. Rekstrartekjur A-hluta námu um 3.240,5 milljón króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum upp á 2.534,2 milljónir króna. Álagningarhlutfall útsvars var 14,48% sem er lögbundið hámark, að því er segir í ársreikningnum.
 
www.vb.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.