Lagt til að Vestmannaeyjabær semji við Axel Hallkel um hönnun á Eldheimasýningunni

15.Apríl'13 | 08:39
Á fundi Bæjarráðs Vestmannaeyja þann 10.apríl síðastliðinn lágu fyrir niðurstöður dómnefndar sem falið var að velja bestu niðurstöðuna úr hönnunarsamkeppni um Eldheimasýningu.
Dómnefndina skipuðu þau Andri Snær Magnason, rithöfundur, Margrét Rós Ingólfsdóttir verkefnastjóri, Frosti Gíslason Verkefnastjóri hjá NMÍ, Adda Sigurðardóttir eigandi Hótel Vestmannaeyjar og Ólafur Þór Snorrason framkvæmdastjóri. Alls bárust 3 hugmyndir.
 
Dómnefndin leggur til við bæjarráð Vestmannaeyja að gengið verði til viðræðna við Axel Hallkel Jóhannesson um nánari útfærslu sýningarinnar í Eldheimum.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur verkefnastjóra að ganga til viðræðna við Axel Hallkel Jóhannesson.
 
Axel er þekktur sýningahönnuður, hefur margra ára reynslu af vinnu í leikhúsum og hefur sett upp fjölda sýninga þar. Af öðrum verkum Axels má nefna Landsnámssetrið í Borgarnesi og Fuglasafnið við Mývatn.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is