Meðlimir óþarflega spenntir.

Skálmöld á Þjóðhátíð í Eyjum

Þungarokkssveitin spilar í fyrsta sinn á Þjóðhátíð.

12.Apríl'13 | 06:18
Rokksveitin Skálmöld er á meðal þeirra hljómsveita sem koma fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar. Að sögn Snæbjörns Ragnarssonar bassaleikara eru meðlimir Skálmaldar óþarflega spenntir fyrir tónleikunum.
 
"Það er svolítið síðan þetta var bókað en við máttum ekki segja neitt því þetta var svo mikið leyndó. Aðstandendur hátíðarinnar höfðu þá samband við okkur og buðu okkur að spila og við sögðum að sjálfsögðu já við því," segir Snæbjörn. Sjálfur hefur hann aðeins verið hálfan sunnudag á Þjóðhátíð fyrir margt löngu og kveðst spenntur fyrir því að upplifa stemninguna í dalnum.
"Einhverjir okkar hafa sjálfsagt farið áður á Þjóðhátíð, ég var einu sinni hálfan sunnudag. Við erum næstum óþarflega spenntir fyrir tónleikunum og ég held að þetta verði alveg ótrúlega gaman."
 
Aðspurður segir Snæbjörn að ekki komi til greina að spila þekkta Þjóðhátíðarslagara fyrir hátíðargesti heldur mun hljómsveitin halda sig við það sem hún kann best. "Við spilum bara okkar þungarokk eins og við erum vanir. Ef eitthvað er spilum við bara fastar."

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.