Formaður ÍBV íþróttafélags hættir í stjórn félagsins

Ekki eining innan stjórnar ÍBV Íþróttafélags

Yfirlýsing frá Guðnýju Einarsdóttur og Jóhanni Péturssyni

9.Apríl'13 | 10:59
Ágætu félagar í ÍBV Íþróttafélagi
Við undirrituð höfum starfað lengi fyrir ÍBV Íþróttafélag og komið að margs konar verkefnum fyrir félagið í gegnum tíðina.
Við höfum bæði starfað um langa hríð í aðalstjórn félagsins, Guðný frá 2003, lengst af sem gjaldkeri og Jóhann frá árinu 2005 sem formaður. Leiðarljós okkar í því starfi hefur verið að gæta að heildarhagsmunum félagsins, hlúa að starfinu og öllum deildum jafnt, án þess að gengið sé á hlut annarra. Við höfum, í gegnum tíðina, starfað með mörgu góðu fólki í aðalstjórn sem hefur deilt þessum markmiðum með okkur. Margar ákvarðanir hafa verið teknar og fordæmi sett í góðri samvinnu allra aðalstjórnarmanna með málefnalegri umræðu og aðalstjórn því notið trausts og viðurkenningar alls félagsins.
 
Eins og að framan er rakið þá er það forsenda þess að starfa í aðalstjórn, að okkar mati, sú að bera heildarhagsmuni félagsins sér fyrir brjósti. Það er oft þannig að einstaka stjórnarmaður getur haft meiri áhuga á einni íþróttagrein en annarri en í starfi sínu fyrir aðalstjórn verður slík áhersla að víkja. Aðalstjórn getur aldrei orðið sameiningartákn félagsins að öðrum kosti.
 
Síðastliðið starfsár hefur verið með öðrum hætti en undanfarin ár og hefur aðalstjórn félagsins ekki verið það sameiningartákn og vettvangur samvinnu og samstarfs sem stjórnin á að vera. Að mati okkar ríkir ekki fullur vilji meðal allra aðalstjórnarmanna að gæta fyrst og síðast að heildarhagsmunum félagsins umfram sérhagsmuni deildar.
 
Bæði höfum við haft áhuga á að sitja lengur í aðalstjórn en fullljóst þykir okkur nú að óbreytt ástand sé óviðunandi, jafnt fyrir okkur í aðalstjórn, sem og félagið í heild sinni. Eðlilegt er, ef gæta á að sérhagsmunum deilda í aðalstjórn umfram heildarhagsmuni félagsins, þá sé aðalstjórn skipuð mönnum og konum úr viðkomandi deildum sem koma þá að starfinu á þeim forsendum.
 
Við undirrituð erum ekki reiðubúin til að gefa kost á okkur til endurkjörs í aðalstjórn á þessum grundvelli .
 
Við lítum hins vegar stolt til baka og hefur margt áunnist fyrir okkar glæsilega félag í stjórnartíð okkar. Mikil uppbygging hefur átt sér stað og hefur t.a.m. risið knattspyrnuhús og stúka við aðalvöll félagsins. Þá hefur verið lagður sterkur grunnur að góðri Þjóðhátíð með markvissri uppbyggingu í Herjólfsdal. Einna stoltust erum við þó af því sterka barna- og unglingastarfi sem félagið hefur lagt áherslu á undanfarin ár. Er ÍBV þar í fararbroddi á landvísu og varð á síðasta ári fyrirmyndarfélag ÍSÍ.
 
Til framtíðar teljum við mikilvægast að vinna að skuldalækkun félagsins en sú vinna er hafin m.a. með aðkomu Vestmannaeyjabæjar. Við teljum hins vegar að það verkefni verði mjög erfitt ef heildarhagsmunir félagsins eru ekki leiðarljósið innan aðalstjórnar.
 
Við vitum að uppbygging félags eins og ÍBV Íþróttafélags gerist ekki nema vegna mikillar og fórnfúsar vinnu margra sem leggja mikið á og viljum að lokum þakka öllu því frábæra fólki sem við höfum unnið með hjá ÍBV Íþróttafélagi í gegnum tíðina. Við erum að sjálfsögðu ekki hætt að leggja þar hönd á plóg þó á öðrum vettvangi verði.
 
Virðingarfyllst,
 
Guðný Hrefna Einarsdóttir
Jóhann Pétursson
 

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.