Hver er þessi David James?

4.Apríl'13 | 08:03
Í fyrradag skrifaði undir samning við ÍBV eitt af stóru nöfnunum í enska boltanum en David James hefur verið atvinnumaður í boltanum frá árinu 1988 er hann byrjaði að leika með Watford.
 
Með Watford lék James til ársins 1992 er hann skipti yfir í hið fornfræga fótbolta lið Liverpool. Með Liverpool spilaði James samtals 214 leiki í ensku úrvalsdeildinni og spilaði hann m.a. með Steve McManaman, Jamie Redknapp og Robbie Fowler. Saman voru þeir kallaðir „Spice Boys“ . Með Liverpool vann James deildarbikarinn árið 1995.
 
Eftir frábæran feril með Liverpool var James seldur til Aston Villa og lék hann þar í tvö ár. Þaðan fór hann til West Ham, síðan til Manchester City og síðan gerðist hann félagi Hermanns Hreiðarssonar í Portsmouth. Með Portsmouth vann hann ásamt Hermanni ensku bikarkeppnina.
Eftir Portsmouth árin gekk hann til liðs við Briston City árið 2012 og spilaði þar þar til á síðasta ári er hann gekk til liðs við Bournemouth. Á mánudaginn gekk svo James til liðs við ÍBV.
 
Landsliðsferill hans er glæsilegur en hann lék samtals 53 leiki með A landsliði Englands á árunum 1997 – 2010. David James er næst leikjahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á eftir Ryan Giggs sem ennþá leikur með Manchester United.
 
 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.