Sigurrós á Þjóðhátíðinni í ár
1.Apríl'13 | 09:54 Þó svo að langt sé í að Þjóðhátíðin 2013 verður sett í Herjólfsdal þá er undirbúningurinn byrjaður enda margt sem þarf að klára í tíma fyrir svona stóra útihátíð.
Ákveðið hefur verið að gera ákveðnar breytingar á þjóðhátíðinni í ár og miðast þær aðallega að því gera hátíðina að meira tónleikahátíð en fjölskylduhátíð eins og Þjóðhátíðin hefur verið hingað til. Stærsta breytingin verður sú að Húkkaraballið verður fært inn í Herjólfsdal og hefst þjóðhátíðin með stórtónleikum þar á fimmtudagskvöldið samhliða Vitavígslu VKB bræðra.
Eyjar.net hefur heimildir fyrir því að hljómsveitin Sigurrós verði á húkkaraballinu og má búast við fjölmenni til eyja af þessum völdum og vonast þjóðhátíðarnefnd til þess að með þessu fjölgi erlendum gestum til muna í Dalnum.
Þegar Eyjar.net hafði samband við Eyjólf Guðjónsson sem sæti á í þjóðhátíðarnefnd vildi hann lítið segja um það hvort Sigurrós yrði á húkkaraballinu en Eyjólfi fannst þó líklegt að einhver Sigurrós yrði í Dalnum.
Eyjar.net hefur jafnframt heimildir fyrir því að byrjað verður að selja miða á húkkaraballið með Sigurrós klukkan 12:00 í dag á http://www.dalurinn.is. Verðið inn á Húkkaraballið verður 12.900.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála
2.Nóvember'18Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is
Vilt þú ná til Eyjamanna?
28.Júní'17Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.