Starfandi dagforeldrum fækkar í vor

Bærinn tekur upp 1600 kr aukagjald ef barn er sótt eftir lokun leikskóla

21.Mars'13 | 08:15

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Fræðslufulltrúi gerði Fræðslu- og menningarráði grein fyrir stöðu daggæslumála á síðasta fundi ráðsins. Fyrir liggur að í vor mun verða fækkun á starfandi dagforeldrum í Vestmannaeyjum. Skólaskrifstofa hefur frá því í desember 2012 margsinnis auglýst eftir áhugasömum aðilum sem vilja reka dagforeldraþjónustu en ekki fengið nein viðbrögð.
 
Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs leggur til að áfram verði auglýst og aðilum boðnar ívilnanir s.s. í formi niðurgreiðslu á námskeiðskostnaði handa nýjum dagforeldrum. Ráðið þakkar greinargerðina og samþykkir fyrirlagða tillögu skólaskrifstofu.
 
Aukagjöld í leikskóla og í frístundaveri. Samræming gjalda umfram vistunartíma.
Fræðslufulltrúi kynnti einnig ráðinu hugmyndir að samræmdum gjöldum í leikskólum Vestmannaeyjabæjar og í frístundaveri. Fræðslufulltrúi leggur til að Vestmannaeyjabær taki upp 1600 kr aukagjald ef barn er sótt eftir lokun leikskóla eða frístundavers. Ráðið samþykkir tillögu fræðslufulltrúa enda um eðlilegt gjald að ræða til að mæta aukakostnaði. Ráðið beinir því til foreldra að virða vistunartíma barna sinna, vinnutíma starfsmanna og starfstíma stofnunar.
 
Jórunn Einarsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins og óskaði eftir að bóka eftirfarandi:
Undirrituð hefur efasemdir um að sérstakt aukagjald, sem lagt verði á í leikskóla og frístundaveri, skili tilætluðum árangri til lengri tíma. Undirrituð setti sig í samband við nokkur sveitarfélög en ekkert þeirra heldur úti slíku aukagjaldi. Eðlilegt hefði verið að fresta umfjöllun og kanna stöðuna í öðrum sveitarfélögum með formlegum hætti áður en endanleg ákvörðun var tekin.

Hildur S. Sigurðardóttir bókar eftirfarandi: Vestmannaeyjabær ákveður sínar eigin gjaldskrár óháð öðrum sveitarfélögum. Vel hefur tekist til á leikskólanum Sóla með sama aukagjald og í samræmi við skýrslu frístundavers og skv áliti beggja leikskólastjóra bæjarins telur meirihluti fræðsluráðs að aukagjaldið geti stuðlað að meiri skilvirkni við lokun þessara stofnana.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.