Frábær dagur með góðum köstum, allt fyllt og við á heimleið

Kristófer bloggar af miðunum

20.Mars'13 | 08:34

Álsey

Í gær náðum við einu kasti fyrir myrkur vestan við Snæfellsnesið, (Svörtuloft) uppskárum 450 tonn í því kasti, sem við vorum talsvert sáttir með. Með okkur á svæðinu var Hákon, enn aðrir voru norðar eða inn í Breiðafirðinum og voru að fá fín köst þar í gær.
Þá var komið nótt í þetta og við þokuðum okkur inn á Breiðafjörðinn til að vera klárir þar í bítið og taka slaginn þar. Dagurinn byrjaði rólega lítið að sjá í norðan kalda, en rétt fyrir hádegi var kasta. Flott kast um 430 tonn, við því hálfnaðir að fylla hana Álsey. Áfram var kallinn hann Jón í banastuði, því í fjórða kastinu um kvöldmat vorum við með mjög gott kast á síðunni sem var til þess að það var allt orðið kjaftfullt hjá okkur eða 1.852 rúmmetrar af þessari fínu loðnu. Loðnu sem er vel til þess fallin að kreista úr henni hrogn með góðum árangri væntanlega.
 
Það eru því sáttir Álseyjar peyjar á landleið eftir flottan, vindasaman og kaldan dag inn á Breiðafirði, því það gekk ljómandi vel að klára þennan túr. Í raun má segja síðan blessaða vestanganga kom til söguna fyrir um viku hefur gengið mjög vel að resta þessa vertíð. Á þeim tíma erum við búnir að fara þrjá fullfermistúra og núna er svo komið að kvótinn er að verða upp veiddur hjá Ísfélaginu eftir þetta fína skot. Við erum að öllum líkindum í okkar síðasta túr þessa loðnuvertíð 2012-2013.
 
Á miðunum eru þeir á Guðmundi VE sem er langt komnir með að klára sinn túr og Þorsteinn er þarna líka sem fékk gott kast í dag og þá var líka eitthvert bras. Júpíter ætti svo að vera á miðunum á morgun. Gangi veiðar eftir hjá þeim,þá eru allar líkur á að þar verði síðustu tonnin veidd þessa vertíð.
 
En ég ætla ekki að hafa þetta lengra, mætum til Eyja um hádegisbil(miðvikudag) og sjáum svo til,-) bestu kveðjur frá Álsey á landleið eina ferðina enn. Kristó

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.