Dagbók lögreglunnar

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í vikunni vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna

Helstu verkefni frá 11 til 18. mars 2013

18.Mars'13 | 14:49

Lögreglan,

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið án þess þó að alvarleg mál hafi komið upp. Skemmtanahald helgarinnar fram með ágætum og þurfti lögreglan lítið að hafa afskipti af borgurunum. Eitthvað var þó um pústra og liggur ein kæra fyrir.
Aðfaranótt 16. mars sl. var ráðist á tvo menn á Vesturvegi á móts við Vöruval og hlaut annar þeirra sem ráðist var á áverka á öxl. Þeir sem ráðist var á þekktu ekki árásarmennina og óskar lögreglan eftir upplýsingum frá hugsanlegum vitnum þannig að hægt sé að upplýsa um atvikið.
 
Tveir ökumenn voru stöðvaðir í vikunni vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.
 
Þann 15. mars sl. var lögreglu tilkynnt um eignaspjöll á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja en greinilegt var að reynt var að spenna upp glugga á vesturhlið hússins. Við tilraunina skemmdust stormjárn og þá varð tjón á gluggafalsi. Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki en þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um grunsamlegar mannaferðir við Heilbrigðisstonfunina í byrjun síðustu viku eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.
 
Að morgni 14. mars sl.var lögreglu tilkynnt um að flutnignaskip hafi siglt á Bylgju VE sem lá við Básaskersbryggju. Þarna höfðu stjórntæki flutnignaskipsins eitthvað staðið á sér með þeim afleiðingum að skipið lét ekki að stjórn og sigldi á Bylgju VE. Töluvert tjón varð á Bylgju VE en lítið sem ekkert tjón varð á flutningaskipinu. Engin slys urðu á fólki í óhappinu.
 
Tveir ökumenn fengu sekt fyrir brot á umferðarlögum í vikunni sem leið, annar fyrir hraðakstur en hinn fyrir ólöglega lagningu ökutækis.
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is