Grétar skrifar Ögmundi bréf þar sem hann óskar eftir svörum varðandi löggæslumál í eyjum

13.Mars'13 | 08:03

Lögreglan,

Í gærmorgun sögðum við frá þeirri óskemmtilegu reynslu sem að Grétar Ómarsson lenti í því fyrr um nóttina er hann varð var við tvo hettuklædda drengi klifra yfir grindverk nágranna síns. Í kjölfar skrifa Grétars á facebook síðu sína fór fram mikil umræða um stöðu löggæslumála á samfélagsmiðlinum facebook og ljóst að eyjamenn ekki sáttir við núverandi fyrirkomulag.
Grétar sendi í gær Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra tölvupóst sem nokkrum spurningum varðandi löggæslumál í Vestmannaeyjum. Bréf Grétars er hér að neðan:


Sæll Ögmundur,
Grétar Ómarsson heiti ég og er 4 barna faðir, eiginmaður, fjölskyldumaður og að flestra mati ósköp venjulegur þjóðfélagsþegn sem greiðir skatta og skyldur til þjóðfélagsins.
 
Ég og fjölskylda mín urðum fyrir þeirri skelfilegu reynslu klukkan 03:05 í nótt að komið var á bíl inn í botnlangann sem við búum í og bílnum snúið við og lagt við húsið mitt, greinilega til að flýta fyrir flótta út götunni ef svo bæri undir, út úr bílnum stíga 2 ungir drengir með hettu yfir hausnum, þeir labba inn á lóð nágranna míns sem er með 3 metra hátt grindverk hringinn í kringum húsið, þetta hef ég aldrei áður upplifað svo ég ákvað að ræða við þá.
þegar ég kalla í þá hverfur annar þeirra en hinn drengurinn stoppar, ég spyr hann í hvaða erindagjörðum þeir væru á lóð nágranna míns og sagði þá drengurinn að þeir væru á leið til vinar síns. Ég vissi vel að þeir ættu enga vini á þessum slóðum enda væri enginn á þeirra aldri sem byggi hér í nágrenni við mig. Ég sagði þeim að þetta þætti mér skrítin aðferð að nálgast vin sinn ef þeir ætluðu að klifra yfir eitt af hæstu grindverkjum bæjarins til að heimsækja einhvern sem átti að vera þeirra vinur. Greinilegt var að þessir drengir voru í öðrum erindagjörðum en að fara í heimsókn til einhvers.
Í framhaldi herjaði ég á þá spurningum sem sannfærðu mig að það eina rétta í stöðunni væri að hringja í 112 neyðarlínunna og tilkynna þessa drengi, um leið og þeir sáu að ég var kominn með símann hurfu þeir inn í bílinn og keyrðu burt af vettvangi.
Það sem merkilegast var við þetta allt saman að þegar ég fékk samband við 112. bað ég fulltrúa neyðarlínunnar að gefa mér samband við Lögregluna í Vestmannaeyjum því það er jú eina löglega vopnið sem ég hef í svona aðstöðu, því okkur er meinað að taka lögin í eigin hendur ekki satt.
Þegar ég fékk það svar frá neyðarlínu að engin löggæsla væri á þessum tímum í Vestmannaeyjum var mér heldur betur brugðið, horfandi á eftir bílnum með drengjunum sem greinilega ætluðu sér að gera eitthvað annað en að fara í heimsókn til vinar.
Því spyr ég þig Ögmundur.
 
1) Getur þú gefði mér upp hver stefna ykkar er varðandi löggæslu hér í Vestmannaeyjum og einnig um alla landsbyggð?.
2) Á ég að trúa því að ekki sé hægt að treysta á aðstoð lögreglu á tímum sem flestir óprúttnir einstaklingar ganga um og stunda innbrot eða annan gjörning?.
3) Hvernig horfir þú á öryggi landans í þessum málum, heldur þú að glæpir séu einungis stundaðir í Reykjavík?.
4) Ég er sjómaður og er að heiman svo mánuðum skiptir, á þeim tíma vill ég geta teyst á öryggi fjölskyldu minnar og annarra eyjamanna og ekki síst landsmanna, telur þú persónulega að öryggi mitt og barna minna sé í góðum höndum ef miðað er við núverandi fyrirkomulag hér í eyjum?.
5) hver er kostnaðarmunurinn að reka lögregluembættið í eyjum eins og það er rekið í dag, eða ef vakt væri starfandi allann sólarhringinn.?
6) Er það rétt að niðurskurður varðandi löggæslu og öryggismál hafi ekki náð botninum hér í eyjum, því hér ganga sögur um að leggja eigi niður sýslumannsembættið?.
7) telur þú að tíðni glæpa aukist ef fyrirkomulagið verður rekið á sama hátt og nú er.?
Ég veit að það er allt til staðar, rekstur lögreglustöðvar (húsnæðis) lækkar ekki með fækkun vakta lögreglumanna, lögreglubifreið er alltaf til staðar.
þannig að kostnaðurinn hlýtur að lyggja í tímavinnu lögreglumanna yfir hánótt, á sama tíma er öryggi bæjarbúa ógnað. Er þetta eðlileg forgangsröðun?.
 
Ögmundur, er ekki eitthvað rangt við þetta?.
PS ég birti þetta bréf á facebook aðgangi mínum til að allir fái að fylgjast með, einnig mun ég birta svör þín ef þú svarar spurningum mínum hér að ofan.
 
Virðingafyllst
Grétar Ómarsson.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).