Ráðaneytið óskar eftir frekari upplýsingum vegna ákvörðunar Vestmannaeyjabæjar að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara

12.Mars'13 | 15:10

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Fyrir skömmu fékk Vestmannaeyjabær fyrirspurn frá Innanríkisráðuneytinu þar sem eldri erindum er fylgt eftir í því sem lítur að ákvörðun Vestmannaeyjabæjar um að veita öllum íbúum Vestmannaeyjabæjar 70 ára og eldri niðurfellingu fasteignagjalda. Þar óskar ráðuneytið eftir upplýsingum um það á hvaða lagagrunni og með tilvísun til hvaða lagaákvæðis ákvörðunin var tekin. Einnig var óskað upplýsinga um hvernig Vestmannaeyjabær telji ákvörðun sína þar um samræmast ákvæði 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995
Erindi þetta heggur í sama knérunn og úrskurður ráðuneytisins um að reglur Garðabæjar um afslátt fasteignagjalda væru ólögmætar þar sem veittur hafði verið fastur afsláttur til allra elli- og örorkulífeyrisþega óháð tekjum. Ráðuneytið taldi það ekki samræmast lögum um tekjustofna sveitarfélaga að veita afslátt án þess að taka tillit til tekna þeirra sem hans eiga að njóta. Það væri sem sagt andstætt lögum að afslátturinn kæmi öllum lífeyrisþegum til góða.
 
 
 
Bæjarráð fjallaði fyrr í dag um þetta erindi og var afgreiðslan svohljóðandi:
Bæjarráð lýsir furðu á þeirri stöðu sem upp er komin þegar Vestmannaeyjabær þarf að rökstyðja sérstaklega með vísan í lög og reglugerðir þá ákvörðun sína að létta undir með eldriborgurum í Vestmannaeyjum. Bæjarráð bendir á að Vestmannaeyjabær hefur á seinustu árum leitað allra leiða til að auðvelda eldriborgurum að búa við eðlilegt heimilislíf svo lengi sem þeir það kjósa. Þá hefur stuðningur við félagsstarf verið aukin verulega og allra leiða leitað til gera eldri borgurum kleift að njóta efri ára með reisn bæði með aukinni þjónustu, beinum styrkjum og hverjum þeim öðrum leiðum sem kunna að verða til stoða.
 
 
Ástæða er til að minna á að ákvörðun Vestmannaeyjabæjar um niðurfellingu fasteignagjalda á eldriborgara ber að skoða í samhengi við þá kjaraskerðingu sem eldri borgarar hafa orðið fyrir á seinustu árum. Til að mynda vísast hér til þeirrar kjaraskerðingar sem sett var í lög á þessu kjörtímabili þegar frítekjumark vegna atvinnutekna var lækkað í 40 þúsund, greiðslur úr lífeyrissjóði reiknaðar með tekjum við útreikning á grunnlífeyri og skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkað í 45%. Enn fremur vísast hér til afnáms grunnlífeyris TR í júlí 2009. Lengi má áfram telja dæmi um versandi hag eldri borgara.
 
 
 
Við ákvörðunartöku var það ma. rætt að þegar til þess kemur að ríkisstjórn bæti hag eldriborgara til þess sem áður var verði ákvörðun um niðurfellingu fasteignagjalda ef til vill endurskoðaður.
 
 
 
Þar til mun Vestmannaeyjabær áfram leita leiða til að létta undir með eldri borgurum og freista þess að gera þeim kleift að búa við eðlilegt heimilislíf svo lengi sem verða má.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%