Fagur , fagur fiskur í sjó

Íris Róbertsdóttir skrifar

11.Mars'13 | 08:10
Á síðasta ári, 2012, skilaði sjávarútvegurinn 42,5% af öllum útflutningstekjum þjóðarinnar. Hlutfallslegt mikilvægi sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúið hefur ekki verið jafnmikið um árabil. Engin þjóð innan OECD reiðir sig í jafnríkum mæli á sjávarútveg sem atvinnugrein og Íslendingar. Óhætt er að fullyrða að engin atvinnugrein hafi átt ríkari þátt í að koma okkur áleiðis í gegnum afleiðingar efnahagshrunsins en einmitt sjávarútvegurinn.
Þrátt fyrir allt þetta tala stjórnvöld um sjávarútveginn sem vandamál. Þar sé eitthvað óskaplega mikið að sem þurfi að laga með heildarendurskoðun og uppskurði á öllu kerfinu. Ráðherrar hafa talað um þennan uppskurð sem brýnasta verkefni íslenskra stjórnmála. Það er þá ekki mikið að á Íslandi ef brýnasta verkefnið er að umbylta einu af því örfáa í íslensku efnahagslífi sem er um það bil í lagi.
 
Öll stjórnkerfi eiga að vera í stöðugri endurskoðun. Líka fiskveiðistjórnunarkerfið. Það eru á því vankantar sem þarf að lagfæra, en það er ekkert sem kallar á umbyltingu á kerfi sem hefur virkað jafnvel fyrir þjóðarbúið og raun ber vitni. Það liggur auðvitað í eðli sjávarútvegsins að búa við mikla óvissu og óöryggi af hendi náttúrunnar. Það er ekki á bætandi fyrir atvinnugreinina að þurfa árum saman að hlusta á ráðherra klifa stöðugt á að í vændum sé umbylting á starfs- og lagaumhverfi greinarinnar. Þannig eru stjórnvöld á undanförnum árum búin að byrgja atvinnugreininni sýn til framtíðar og koma í veg fyrir allar skynsamlegar langtímaáætlanir.

Þótt ekki sé mikils að vænta varðandi atvinnuuppbyggingu almennt frá þeirri ríkisstjórn sem nú er að hverfa á braut – sem betur fer – verður þó að gera þá kröfu að hún sýni mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar einhverja lágmarksvirðingu. Sjávarútvegurinn er örugglega ekki mesta vandamál þessarar ríkisstjórnar, en þessi ríkisstjórn er hins vegar mesta vandamál sjávarútvegsins. Næsta ríkisstjórn ber vonandi gæfu til að átta sig á mikilvægi þess að sjávarútvegurinn búi við öruggt laga- og starfsumhverfi – og geti haldið áfram að skila þjóðinni rúmlega 40% af öllum útflutningstekjum sem hún aflar.
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.