Landeyjahöfn

Georg Eiður Arnarsson skrifar

10.Mars'13 | 10:09
Svolítið merkilegt að fylgjast með Landeyjahöfn og fjörunni í vestur frá henni þessa dagana, þegar vindurinn er að jafnaði um 40 m/sek á Stórhöfða og svipað í Landeyjahöfn, þá eru tveir litlir snurvoðabátar á veiðum inni í fjöru, aðeins 8 mílum vestar en Landeyjahöfn er, í fínu veðri og hægum vindi. Ég segi þetta því enn og aftur: Stærstu mistök við gerð Landeyjahafnar er staðsetningin, en höfnin hefði augljóslega átt að vera töluvert vestar, enda ríkjandi bræluátt í Vestmannaeyjum austanátt.
Núna þegar talað er um að setja upp sanddælubúnað í höfnina og hugsanlega einhverja varnargarða til að verja innsiglinguna og að færa Markarfljótið eitthvað austar, þá verð ég að viðurkenna alveg eins og er, staðsetning hafnarinnar gerir það að verkum að öll vandamál hafnarinnar eru komin til að vera um ókomin ár og mig langar að velta því upp svona einu sinni hvort það væri hreinlega ekki skynsamlegast, til lengri tíma litið, að annaðhvort færa höfnina töluvert vestar, eða hreinlega byggja aðra höfn í fjörunni þar sem alltaf myndast logn í austanáttum vegna staðsetningar Eyjafjalla. Vissulega mjög róttæk hugmynd og mjög dýr í framkvæmd, en ég hlýt að velta því upp, hvort að þetta væri ekki það skynsamlegasta ef litið er til lengri tíma.
 
Varðandi útreikninga þessa danska straummælinga fyrirtækis, sem fékk það út að það myndi ekki borga sig að lengja garðana, þá ætla ég ekki að tjá mig um það sérstaklega, enda hef ég fyrst og fremst verið á þeirri skoðun, að það verði að gera einhvers konar varnargarð til að verja innsiglinguna fyrir brotsjóum. Ég minni hins vegar á það, að á sínum tíma var fengið erlent fyrirtæki til að gera áhættumat á siglingaleiðinni Vestmannaeyjar-Þorlákshöfn, Vestmannaeyjar-Landeyjahöfn, og var niðurstaðan sú að Þorlákshafnar leiðin væri 6 sinnu hættulegri en Landeyjahafnar leiðin, eða eins og ég útskýrði það: Hálftíma ferð x 1, þriggja tíma ferð x 6. Mér þykir hins vegar mjög líklegt að eftir reynsluna við Landeyjahöfn, sé þetta mat orðið ansi mikið breytt.
 
Í umræðunni að undanförnu hefur mikið verið talað um smíði á nýjum Herjólfi, og ég er ánægður með það að Eyjamennirnir sem hafa komið að málinu, virðast vera nokkuð samstíga um það að það þurfi bæði að huga að lagfæringum á höfninni, sem og að ný ferja verði þannig útbúin að hún geti siglt til Þorlákshafnar. Ég er einnig ánægður með það að bæjarstjórinn okkar hafi gert sér grein fyrir því, að veðmál hans um að Landeyjahöfn myndi opnast 8. mars væri tóm vitleysa og að hann sé núna farinn að tala um það, sem er skynsamlegast, þ.e.a.s. að vonandi opnist höfnin fyrir páska.
 
Menn læra svo lengi sem þeir lifa.
 
Smá áskorun að lokum:
 
Í ríkisstjórn er núna maðurinn sem tók þá ákvörðun á sínum tíma að stytta núverandi Herjólf með þeim hörmulegu afleiðingum, að skipið varð mun verra sjóskip en það átti að verða, ákvörðun sem kostað hefur margan Eyjamanninn og Íslendingin æluna í gegnum árin. Vonandi verður tekið tillit til sjónarmiða Eyjamanna í þetta skiptið. Það á ekki bara að horfa á peninga hliðina þegar kemur að því að smíða nýja ferju, heldur fyrst og fremst hvað hentar okkur Eyjamönnum best og þjónar okkur best, kæri vinur ekki gera sömu mistökin aftur.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.