Missti stjórn á hjólinu og féll af því

3.Mars'13 | 21:23

Lögreglan,

Karlmaður á sextugsaldri féll af mótorhjóli á Strandvegi í Vestmannaeyjum skömmu fyrir klukkan fimm í dag eftir að hafa misst stjórn á hjólinu. Rann hann 33 metra leið á hjólinu áður en hann féll af því samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.
Maðurinn hafði ætlað að færa mótorhjólið á milli húsa sem stóðu skammt frá hvort öðru en hugðist í millitíðinni setja á það bensín. Hann var ekki í hlífðarbúnaði, fyrir utan hjálm.
 
Hann hlaut minniháttar meiðsl vegna atviksins og meðal annars í andliti. Hann var í kjölfarið fluttur á Heilbrigðisstofnunina í Vestmannaeyjum til aðhlynningar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.