Veiðigjald mun áfram hafa margvísleg neikvæð áhrif á sjávarútveginn

28.Febrúar'13 | 08:10
Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti á síðasta fundi sínum ályktum til umsagnar til laga um stjórn fiskveið. Vestmannaeyjabær harmar að enn og aftur skuli riðið á vaðið við að stokka upp fiskveiðistjórnunarkerfi sem reynst hefur þjóðinni hagkvæmt. Svo mikil er asinn í þetta skipti að Vestmanneyjabæ og öðrum hagsmunaiðlum hefur verið gert nánast ókleift að viðhafa þau vönduðu vinnubrögð sem umfang málsins kallar á.
 
Vestmannaeyjabær gerir hér með eftirfarandi athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp.
 
Fyrir það fyrsta vísast til áður innsendra athugasemda sem Vestmannaeyjabær hefur sent inn vegna frumvarpa um stjórn fiskveiða, mál nr. 657 og frv. um veiðigjöld, mál nr. 658.. Nánast allt sem þar er varað við á einnig við um fyrirliggjandi frumvarp enda byggir frumvarpið að stórum hluta á þeim frumvörpum um stjórn fiskveiða sem þegar hefur verið fallið frá.
 
Ítrekað er að sérstaka veiðigjaldið sem þegar hefur verið lagt á hefur og mun áfram hafa margvísleg neikvæð áhrif á sjávarútveginn og þar með sjávarbyggðir. Alkunna er að óhófleg hagræðingarkrafa veldur samþjöppun og þrengir að sjávarbyggðum. Sérstaka veiðigjaldið dregur úr getu fyrirtækjanna til fjárfestinga sem bæði hefur áhrif í byggðunum og á greinina sjálfa til framtíðar.
 
Vestmannaeyjabær tekur sérstaklega undir kröfu Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga til þess að þau sveitarfélög sem háð eru veiðum og vinnslu fái hluta sérstaka veiðigjaldsins til að bregðast við atvinnubresti og breytingum af völdum þeirrar hagræðingar sem af því hlýst. Sama ætti við um ráðstöfun tekna sem aflað yrði við ráðstöfun aflamarks úr Flokki 2, sbr. 2. mgr. 19. gr. frv.
 
Vestmannaeyjabær varar einnig enn og aftur við ákvæðum sem stór auka völd ráðherra. Sérstaklega kveður rammt að slíku varðandi ýmsa þætti í "Flokki 2". Slíkt kallar á átaka umræðu og pólitískadeilu, m.a. á Alþingi, um þann hluta útvegsins og hætt við að stöðuleiki í sjávarbyggðum og öryggi þess fólks sem starfar í sjávarútvegi muni líða fyrir það sbr. m.a. 3. mgr. 18. greinar frv. þar sem ráðherra á ,,eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti? að leggja fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um meðferð og ráðstöfun aflahlutdeilda í Flokki 2.
 
Þekkt er að Vestmannaeyjabær hefur a seinustu árum ítrekað fundið að því hversu lítið öryggi sjávarbyggðum er búið þegar kemur að óheftu framsali aflaheimilda. Sú litla vörn sem er að finna fellst í forkaupsréttarákvæði 12. gr. núgildandi laga. Nú hagar svo til að það er afnumið og virðist ákvæði 13. greinar frv. um inngrip ráðherra ætlað að leysa það af hólmi. Vestmannaeyjabær gerir alvarlegar athugasemdir við þetta og telur þetta til marks um það samráðsleysi sem hefur verið viðhaft við undirbúning þessa frumvarps. Krafa Vestmannaeyjabæjar er að sveitarfélögum verði tryggð aðkoma að aðgerðum til inngripa og slíkt frekar styrkt en veikt eins og gert er í framkomnu frumvarpi.
 
Vestmannaeyjabær gerir það að höfuðkröfu sinni að fundnar verði leiðir til að auka öryggi íbúa sjávarbyggða og starfsfólks í sjávarútvegi.
 
Um strandveiðar, sbr. 20. grein frv. er lagt til að nú verði hægt að úthluta sóknardögum fyrir hvert fiskiskip og er sá ferill kunnuglegur, en eins og kunnugt er hefur kerfið verið opnað nokkrum sinnum áður og þróunin jafnan verið sú að hið meinta frelsi hefur breyst í kvóta. Vestmannaeyjabær leggst gegn þessum breytingum.
 
 
Vestmannaeyjabær leggst gegn framkomnu frumvarpi og hvetur atvinnuveganefnd til að vísa því til frekari vinnu og samráðs við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.