Skýr munur
Ragnar Óskarsson skrifar
14.Febrúar'13 | 16:05Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki nýja stjórnarskrá þótt þjóðin krefjist þess. Það sýnir best hve hræddur flokkurinn er við vilja þjóðarinnar og hve hann óttast allar breytingar sem eykur vald þjóðarinnar og þátt hennar í að velja sér framtíð. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar og að bjóða þjóðinni upp á fjölmarga frambjóðendur og stefnu þeirra sem leiddi efnahagslegt hrun yfir þjóðina fyrir rúmum fjórum árum.
Framsóknarflokkurinn fer nú mikinn undir kjörorðunum alkunnu úr heimsbókmenntasögunni: „Allt þetta skal ég gefa þér ef þú fellur fram og tilbiður mig“. Flokkurinn vill reyndar ekki nýja stjórnarskrá því hann óttast aukið vald til þjóðarinnar og hann vill heldur ekki að auðlindirnar séu í eigu þjóðarinnar því það gæti komið sér illa fyrir ýmsa máttarstólpa Framsóknarflokksins. Við þekkjum öll þá sögu.
Samfylkingarinnar freistist til að draga flokk sinn of mikið inn á hægri kantinn en það eru vonandi óþarfa áhyggjur.
Vinstri græn eru áfram reiðubúin til að reisa landið við úr rústum efnahagshrunsins sem heltist yfir okkur í boði Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins. Undir forystu Vinstri grænna hefur þarna verið lyft grettistaki en margt er enn óunnið.
Vinstri græn vilja nýja stjórnarskrá í samræmi við þær kröfur sem þjóðin hefur sett fram með skýrum hætti.
Vinstri græn vilja að auðlindir til lands og sjávar séu þjóðareign en ekki eign fárra útvalinna. Stórt skref til framfara hefur þegar verið stigið með rammaáætlun og í því frumvarpi sem nú liggur fyrir um sjávarútvegsmál eru meðal annarra framfaraskrefa settar hömlur á að unnt sé að gera heilu byggðarlögin bjargarlaus með geðþóttaákvörðunum einkahandhafa sjávarauðlindanna.
Vinstri græn vilja að ýmsar grunnstoðir samfélagsins t.d. á sviði mennta- og heilbrigðismála séu í eigu þjóðarinnar og að það megi aldrei fara eftir efnahag fólks hverjir njóti þeirrar þjónustu sem þar er boðin.
Vinstri græn vilja að þjóðin fái að kjósa um aðild að Evrópusambandinu. Þar skal þjóðarviljinn ráða.
Ragnar Óskarsson

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).