Bæjarráð harmar að enn og aftur skuli riðið á vaðið við að stokka upp fiskveiðistjórnunarkerfi sem reynst hefur þjóðinni arðbært

14.Febrúar'13 | 08:04

Þorskur fiskur

Á fundi bæjarráðs í vikunni var m.a. lá fyrir minnisblað vegna frumvarps til laga um stjórn fiskveiða og samþykkti bæjarráð eftirfarandi ályktun þar sem frumvarpinu er mótmælt.
Bæjarráð harmar að enn og aftur skuli riðið á vaðið við að stokka upp fiskveiðistjórnunarkerfi sem reynst hefur þjóðinni arðbært. Svo mikil er asinn í þetta skipti að bæjarráði er gert að veita frumvarpi umsögn áður en það er lagt fram á þingi. Í pósti sem sveitarfélögum var sendur fyrir hönd Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur 1. varaformanns atvinnuveganefndar stendur að atvinnuveganefnd muni “gefast skammur tími til þess að fjalla um málið” og viðtakendur beðnir um að vera “viðbúnir að taka við beiðnum nefndarinnar næstu vikurnar”.
 
Bæjarráð Vestmannaeyja mótmælir þessum vinnubrögðum og minnir atvinnuveganefnd og Alþingi á að hér er ekki einungis um að ræða undirstöðu byggðar í Vestmannaeyjum heldur sjálfan höfuð atvinnuveg þjóðarinnar.
 
Bæjarráð krefst þess að alþingi og nefndir þessi gefi sér góðan tíma í umfjöllun um þetta stóra mál.
Bæjarráð óskar hér með eftir því að bæjarstjóri leggi fram minnisblað um áhrif þessa frumvarps fyrir Vestmannaeyjar.
 
Bæjarstjóri óskar bókað. Af sjálfsögðu mun bæjarstjóri verða við beiðni bæjarráðs. Það skal þó áréttast að kostnaður Vetstmannaeyjabæjar af umsögnum um þessi frumvörp og vinna þar að lútandi hleypur orðið á milljónum bæði vegna útlagðs kostnaðar og vinnu starfsmanna sveitarfélagsins. Sá kostnaður er þó hjómið eitt miðað við þann kostnað sem samfélagið hefði orðið af hefðu fyrri frumvörp orðið að lögum og því mikilvægt að baráttunni verði haldið áfram.
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is