Bæjarráð harmar að enn og aftur skuli riðið á vaðið við að stokka upp fiskveiðistjórnunarkerfi sem reynst hefur þjóðinni arðbært

14.Febrúar'13 | 08:04

Þorskur fiskur

Á fundi bæjarráðs í vikunni var m.a. lá fyrir minnisblað vegna frumvarps til laga um stjórn fiskveiða og samþykkti bæjarráð eftirfarandi ályktun þar sem frumvarpinu er mótmælt.
Bæjarráð harmar að enn og aftur skuli riðið á vaðið við að stokka upp fiskveiðistjórnunarkerfi sem reynst hefur þjóðinni arðbært. Svo mikil er asinn í þetta skipti að bæjarráði er gert að veita frumvarpi umsögn áður en það er lagt fram á þingi. Í pósti sem sveitarfélögum var sendur fyrir hönd Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur 1. varaformanns atvinnuveganefndar stendur að atvinnuveganefnd muni “gefast skammur tími til þess að fjalla um málið” og viðtakendur beðnir um að vera “viðbúnir að taka við beiðnum nefndarinnar næstu vikurnar”.
 
Bæjarráð Vestmannaeyja mótmælir þessum vinnubrögðum og minnir atvinnuveganefnd og Alþingi á að hér er ekki einungis um að ræða undirstöðu byggðar í Vestmannaeyjum heldur sjálfan höfuð atvinnuveg þjóðarinnar.
 
Bæjarráð krefst þess að alþingi og nefndir þessi gefi sér góðan tíma í umfjöllun um þetta stóra mál.
Bæjarráð óskar hér með eftir því að bæjarstjóri leggi fram minnisblað um áhrif þessa frumvarps fyrir Vestmannaeyjar.
 
Bæjarstjóri óskar bókað. Af sjálfsögðu mun bæjarstjóri verða við beiðni bæjarráðs. Það skal þó áréttast að kostnaður Vetstmannaeyjabæjar af umsögnum um þessi frumvörp og vinna þar að lútandi hleypur orðið á milljónum bæði vegna útlagðs kostnaðar og vinnu starfsmanna sveitarfélagsins. Sá kostnaður er þó hjómið eitt miðað við þann kostnað sem samfélagið hefði orðið af hefðu fyrri frumvörp orðið að lögum og því mikilvægt að baráttunni verði haldið áfram.
 
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).