Ferðamenn eyða 1,9 milljörðum í Vestmannaeyjum

13.Febrúar'13 | 08:07

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Áætlað er að innlendir og erlendir ferðamenn hafi eytt 1.900 milljónum króna í Vestmannaeyjum á árinu 2012. Þetta kemur fram í markaðskönnun Rannsóknar og ráðgjafar. Fram kemur að Íslendingum sem heimsóttu Vestmannaeyjar hafi fjölgað um 77 prósent og erlendum ferðamönnum um 350 prósent frá 2004, aðallega vegna Landeyjahafnar.
Áætlað er að erlendir ferðamenn eyði að meðaltali um tólf þúsund krónum, innlendir 22 þúsund krónum og hver þjóðhátíðargestur fimmtíu þúsund krónum. Samtals er áætlað að þjóðhátíðargestir eyði 500 milljónum króna í Eyjum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.