Elliði í Beinni línu á dv.is í dag klukkan 13:00

13.Febrúar'13 | 10:42
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, verður á Beinni línu á DV.is á eftir. Bæjarstjórinn hefur staðið í stöngu undanfarna daga eftir að Vinnslustöðin sendi áhöfn skipa sinna í fíkniefnapróf. Ellefu skipverjum var sagt upp stöfum í kjölfarið.
Elliði lýsti yfir ánægju sinni með framtakið og boðaði, í samtali við Eyjafréttir, að Vestmannaeyjabær myndi á sama máta skoða sín mál. „Ég lít svo á að með þessu sé ekki verið að leita að neytendum til að refsa eða meina þeim þátttöku heldur að greina þá sem þurfa á hjálp okkar að halda til að losa sig við þann voða sem vímu­efni eru. Því miður er staðreyndin sú að notkun þessara efna er bæði útbreiddari og almennari en við ­höldum og langt umfram það sem við viljum. Ef til vill getum við ­aldrei losanað við þennan vágest en við getum gert betur en áður og nú hefur stórt skref verið stigið,“ sagði hann við fjölmiðilinn.
 
Ýmsir hafa stigið fram og gagnrýnt aðferðir Vinnslustöðvarinnar og yfirlýsingu bæjarstjórans. Þeirra á meðal er Margrét Tryggvadóttir þingmaður. „Það er margt sem truflar mig í þessu máli: Aðferðinni sem er beitt, afleiðingum falls á lyfjaprófi, brot á friðhelgi einkalífsins og þeirri heimskulegu trú að það að vera vondur við einhvern sé í raun að vera góður við hann.“
 
Fleiri mál hafa verið í deiglunni í Vestmannaeyjum undanfarin misseri. Vestmannaeyjabær fór í hart vegna sölu útgerðarmannsins Magnúsar Kristinssonar á Bergi-Huginn. Bærinn krefst þess að samningurinn verði ógiltur og að hann fái allan málskostnaðinn greiddan. Eyjamenn telja sig eiga forkaupsrétt á félaginu en eignarhaldsfélaginu Q44 og Síldarvinnslunni hefur verið stefnt vegna sölunnar.
 
Þá má ekki gleyma að samgöngumálin milli lands og Eyja hafa lengi verið í brennidepli. Herjólfur hefur ekki siglt í Landeyjahöfn síðan í byrjun nóvember.
 
Á Beinni línu á eftir gefst Eyjamönnum, svo og landsmönnum öllum færi á að spyrja Elliða beint; bæði um þetta mál og önnur sem kunna að brenna á þeim.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.