Þingmaður kallar Þjóðhátíðina mestu áfengis- eiturlyfja- og nauðgunar- og sukkhátíð

8.Febrúar'13 | 12:11
Vestmannaeyja hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga útaf fréttum af uppsögnum Vinnslustöðvar Vestmannaeyja á ellefu sjómönnum í kjölfar fíkniefnaprófs sem þeir féllu á.
Elliði Vignisson hefur blandað sér í umræðuna og vitnuðu flestir fjölmiðlar í viðtal sem birtist við hann á vef Eyjafrétta í gær. Meðal annars birti vefurinn smugan.is frétt um málið og undir fréttina skrifar fjöldin alllur af netnotendum þar sem þeir tjá skoðun sína á umræðuefninu.

 
Ein ummælin stinga þó í stúf og eru það ummæli þingmannsins Þórs Saari en hann skrifar eftirfarandi:
"Er þetta ekki bæjarstjórinn yfir mestu áfengis-, eiturlyfja- og nauðgunar- og sukkhátíð hvers árs sem talar hér. Er ég sá eini sem greini hræsni hér?"

Það er spurning hvort að ÍBV íþróttafélag bjóði ekki þingmanninum á næstu Þjóðhátíð því á skrifum hans má lesa að hann hefur aldrei verið á þjóðhátíð í eyjum.
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.