Eru starfsmenn Vestmannaeyjabæjar næstir?

8.Febrúar'13 | 08:11

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir samfélagið ekki geta látið lögregluna eina fást við fíkniefnavandann. Verið sé að virkja allt samfélagið í Eyjum gegn þeim vágesti. Bæjarstjórinn segist óttast útkomu bæjarstarfsmanna í fíkniefnaprófi.
 
„Tilgangurinn er að senda þau skýru skilaboð að hvorki neysla né sala fíkniefna sé samfélagslega viðurkennd," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, þar sem bærinn tekur höndum saman við íþróttafélagið ÍBV og stórútgerðarfyrirtækin Vinnslustöðina og Ísfélagið til að vinna bug á fíkniefnavanda.
 
Fram hefur komið að ellefu skipverjum hjá Vinnslustöðinni var sagt upp eftir að hafa fallið á fíkniefniprófi. Þar munu nú skrifstofufólk og stjórnendur hafa gengist undir sams konar próf. Ísfélagið hyggst feta sömu braut.
 
„Og ef svo fer sem horfir þá verður Ráðhúsið í Vestmannaeyjum ekki undanskilið," segir Elliði bæjarstjóri og boðar aukna viðleitni í þessum efnum. „Við ráðum sumarstarfsfólk í hundraða tali. Það kann vel að vera að í ráðningarsamningum þeirra verði getið um að það sé heimilt að mæla fyrir ólöglegum lyfjum."
 
Elliði segir málið hafa átt visst upphaf hjá foreldrum í bænum sem í fyrrasumar hafi rætt við hann, stórfyrirtækin, íþróttafélagið og fleiri.
 
„Ég held að vímuefnavandinn í Vestmannaeyjum sé síst verri en annars staðar. Hins vegar búum við það vel að við erum mjög náið samfélag þar sem samfélagsleg vitund er mjög mikil. Það er sá styrkur sem við hyggjumst reyna að nota. Það er ekki við hæfi að samfélagið halli sér aftur og stóli á að lögreglan ein sjái um þetta," segir bæjarstjórinn.
 
Elliði leggur áherslu á að ekki sé ætlunin að refsa fólki heldur hjálpa því. Starfsmenn Vestmannaeyjabæjar þurfi að sýna fordæmi. Þeir geta þannig átt von á því að þurfa að samþykkja að vera teknir í fíkniefnapróf. „Það ætti enginn starfsmaður sveitarfélagsins að þurfa að óttast slíkt, ég hef ekki nokkra trú á því," segir hann.
 
Nefnt hefur verið að fíkniefnaprófin kunni að brjóta á rétti manna til einkalífs. „Þegar fólk skrifar undir ráðningarsamning með þessu fororði þarf varla að koma á óvart að þetta ákvæði sé virkjað. Og ég veit ekki til þess að nokkurs staðar hafi verið beitt þvingunarúrræðum enda kæmi það náttúrlega aldrei til greina," segir bæjarstjórinn sem kveðst mikill talsmaður friðhelgi einkalífsins.
 
„En þegar kemur að eftirliti með fíkniefnum og þegar kemur að velferð barnanna okkar, Eyjamanna og annarra Íslendinga, þá finnst mér réttlætanlegt að mæla hvort notuð eru ólögleg lyf."

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).