Er friðhelgi einkalífs sjómanna brotin?

7.Febrúar'13 | 08:12

VSV vinnslustöðin

Brotið var freklega gegn friðhelgi einkalífs sjómanna í Vestmannaeyjum, sem settir voru í lyfjapróf. Þetta segir Pírataflokkurinn sem gagnrýnir framgöngu vinnuveitandans. Ellefu sjómenn voru reknir eftir að í ljós kom að þeir hafi líklega neytt kannabisefna einhvern tíma síðustu 6 vikurnar fyrir prófið.
Í yfirlýsingu sem Píratar sendu frá sér í nótt segir að skipverjarnir gætu allir hafa neytt efnanna í sínu einkalífi, eins og einn þeirra sagðist raunar hafa gert í viðtali við DV. Lyfjaprófið hafi verið framkvæmd fyrirvaralaust á forsendum ákvæðis í samningi sem starfsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum voru látnir undirrita.
 
„Píratar líta svo á að maður geti ekki með samningi afsalað sér grundvallar borgararéttindum á borð vð friðhelgi einkalífsins og því hljóti slíkt samningsákvæði að vera ólöglegt,“ segir í yfirlýsingu frá flokknum í nótt.
 
Ekki sannað að þeir hafi unnið undir áhrifum
 
Píratar benda á að árið 2008 féllu þrír Hæstaréttardómar (549/2008, 564/2008 og 609/2008) þar sem Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að ekki skuli svipta fólk ökuréttindum þótt ummerki um kannabisneyslu finnist í þvagi ökumanns. Í öllum dómunum segir: „[E]fni sem finnst eingöngu í þvagi hefur sannanlega ekki haft áhrif á hæfni til aksturs, langt er síðan fíkniefna var neytt og ekkert var athugavert við akstur ákærða."
 
„Sjómannalög kveða á um að skipstjóri geti vikið skipverja úr skipsrúmi ef skipverjinn er undir áhrifum fíkniefna um borð. Ekki var sannað að sjómennirnir hafi nokkurn tíma verið í vinnunni undir áhrifum. Samt voru þeir reknir úr starfi án uppsagnarfrests og mannorði þeirra spillt án sannanna um brot í starfi. Á vef Samtaka atvinnulífsins segir að ef starfsmaður er: „bendlaður við brot sem ekki verða sönnuð getur það leitt til skaðabótaskyldu atvinnurekanda," segir í yfirlýsingu Pírata.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.