Einn búsettur eyjamaður á þingi yrði kosið í dag

7.Febrúar'13 | 12:38
Capacent Gallúp birti í gær sinn mánaðarlega þjóðarpúls um fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina. Þegar þjóðarpúlsinum er skipt niður eftir kjördæmumum þá er það ljóst að einungis einn frambjóðandi búsettur í Vestmannaeyjum á möguleika að komast á þing.
Samkvæmt könnun Capacent er Geir Jón Þórisson sem mun væntanlega skipa 5.sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins komast á þing en aðrir eyjamenn eiga ekki möguleika.

Sjálfstæðisflokkurinn væru með 5 þingmenn en þau eru Ragnheiður Elín, Unnur Brá, Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur Árnason og Geir Jón Þórisson.

Vinstri Grænir kæmu ekki manni að

Samfylking næði einum manni inn og er það Oddný G. Harðardóttir

Framsókn næði tveimur þingmönnum sem yrðu þau Sigurður Ingi Jóhannsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir

Björt Framtíð sem er nýtt stjórnmálaafl næði inn tveimur þingmönnum, þeim Pál Val Björnssyni og Guðlaugu Elísabetu Finnsdóttur.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.