,,Hvar verður þú kl. 18 í dag?

Fréttatilkynning frá B-liði ÍBV

5.Febrúar'13 | 11:55
Í dag fer fram ein áhugaverðasta viðureignin í íslenska handboltanum um þessar mundir en kvennalið meistaraflokks Fram í handbolta sem trónir í öðru sæti N1 deildarinnar, munu sækja heim reynsluboltana, fyrrum landsliðskonurnar og íþróttastjörnurnar úr b) liði ÍBV en þar eru burðarásar í liðinu stór nöfn á borð við Vigdísi Sigurðardóttur, Andreu Atladóttur, Ingibjörgu Jónsdóttur, Elísu Sigurðardóttur og Kötu Harðardóttur svo einungis nokkur nöfn séu nefnd.
Óstaðfestar heimildir fregna að reynt hafi verið að hafa uppi á Amelu Hedgic og Öllu Gorgorian fyrir rimmuna en hvað svo sem því líður er það næsta víst að það verður mikil skemmtun fyrir áhorfendur að fá að bera þessi tvö afburðalið í íslenska handboltanum augum og hvetjum við eindregið alla sem vettlingi geta valdið að mæta á völlinn, hvetja ÍBV til dáða og um leið styrkja gott málefni en allur ágóði af leiknum mun renna til góðra málefna. Kynnir á leiknum verður enginn annar en Kolbeinn ,,mustang sally” Arnarson, skemmtiatriði verða í hálfleik og lofa liðsmenn skemmtilegum, drengilegum og sögulegum leik. "

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.