Tilboð Wetzlar var ekkert ofan á brauð

segir Kári Kristján

31.Janúar'13 | 09:06
Línumaðurinn sterki Kári Kristján Kristjánsson náði ekki samningum við félag sitt, Wetzlar, og þarf því að færa sig annað í sumar. Hann er með mörg járn í eldinum og segist ekki vera smeykur við framhaldið hjá sér og fjölskyldunni.
Línumaðurinn sterki Kári Kristján Kristjánsson náði ekki samningum við félag sitt, Wetzlar, og þarf því að færa sig annað í sumar. Hann er með mörg járn í eldinum og segist ekki vera smeykur við framhaldið hjá sér og fjölskyldunni.
 
Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson mun söðla um næsta sumar en félag hans, Wetzlar, hefur gefið út að hann verði ekki með liðinu á næstu leiktíð. Þriggja ára veru hans hjá félaginu lýkur því brátt. Samningar tókust ekki milli Kára og félagsins og hann er því laus allra mála næsta sumar.
 
„Við höfum ekki náð saman. Ég var alveg til í að vera áfram hérna ef þetta hefði verið eitthvað ofan á brauð. Það er því miður ekki staðan," sagði Kári Kristján við Fréttablaðið í gær en hann er ekki sá eini sem er á förum.
 
„Það verða miklar breytingar hjá félaginu og farið að kvarnast úr hópnum. Það er þegar orðið ljóst að fimm leikmenn fara frá félaginu og þeir gætu orðið sex," sagði Kári en félagið samdi við neðrideildarleikmann til þess að leysa hann af. Það segir margt um fjárhagsstöðu félagsins.
 
„Næsta tímabil verður fróðlegt hjá félaginu. Þeir segjast þurfa að spara og þeir menn sem þeir hafa verið að fá í staðinn eru klárlega ekki betri leikmenn."
 
Kári er búinn að vera að horfa í kringum sig eftir nýjum tækifærum síðan í desember. Hann sló svo í gegn með íslenska landsliðinu á HM á Spáni. Það vakti áhuga margra félaga á honum.
 
„Ég get ekki neitað því að fyrirspurnum hefur fjölgað frá því á HM og það er jákvætt. Það er ýmislegt í gangi hjá mér núna en ég get því miður ekki tjáð mig um það núna. Ég get þó sagt að það eru félög í Þýskalandi og Danmörku sem hafa sýnt áhuga," sagði Kári en hann hefur verið orðaður við danska liðið Bjerringbro-Silkeborg. Hann vildi ekkert tjá sig um meintan áhuga þess félags.
 
„Ég er silkislakur og bíð eftir því hvað ratar inn á borð til mín. Svo þarf maður að vega og meta það sem dettur inn."
 
Línumaðurinn sterki, sem oftar en ekki er kallaður Heimaklettur, hefur ekki áhyggjur af framtíðinni enda með mörg járn í eldinum.
 
„Ég er ekki smeykur við framhaldið og lít framtíðina björtum augum. Það eru örugglega spennandi ævintýri sem bíða handan við hornið. Ég þarf að vanda valið vel engu að síður."
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).