Verjum heimilin

Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar

26.Janúar'13 | 11:56

ragga

Sjávarútvegurinn er ein mikilvægasta grunnstoðin í íslensku atvinnulífi. Síðustu fjögur ár hefur mikil óvissa ríkt í greininni sem valdið hefur fjölda fyrirtækja umtalsverðum vandræðum.
 
Á meðan óvissa ríkir í sjávarútvegi halda fyrirtækin að sér höndum. Það þýðir að þau eru ekki að fjárfesta í nýjum skipum, veiðarfærum, tækjum og margvíslegri þjónustu. Það leiðir svo af sér keðjuverkun sem þýðir aukinn samdrátt í greininni sem endar að lokum með uppsögnum og tilheyrandi erfiðleikum þeirra starfsmanna sem þar starfa. Aðrar mikilvægar atvinnugreinar, s.s. orkuiðnaðurinn og ferðaþjónustan búa einnig við mikla óvissu sem eingöngu kemur til vegna þeirra stjórnarhátta sem ríkt hafa á kjörtímabilinu.
 
 
Forsvarsmenn núverandi, og vonandi fráfarandi, stjórnarflokka kalla þetta svartsýnisraus en þeir tugir og hundruðir einstaklinga sem fyrir þessu verða kalla þetta einfaldlega raunveruleika. Það er misskilningur að halda því fram að stríðsástand á milli atvinnulífsins og stjórnvalda sé heimilunum til hagsbóta. Velferð heimilanna – og um leið heimilisbókhaldsins – byggist á því að hér sé öflugt atvinnulíf.
 
 
Ég mun leggja áherslu á að verja heimilin í landinu og bæta hag þeirra með því að stuðla að uppbyggingu atvinnulífsins. Fyrirtækin í landinu sem greiða vinnandi fólki laun um hver mánaðarmót þurfa að starfa í heilbrigðu umhverfi og án þess að sitja undir síendurteknum árásum frá ríkisvaldinu. Hér fara hagsmunir heimila og fyrirtækja saman. Við skulum taka okkur stöðu og verja hvort tveggja.
 
 
Nú, í dag, þegar við sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi höldum prófkjör og veljum okkur einstaklinga til að starfa fyrir fólkið í landinu er mikilvægt að vanda valið. Ég býð mig fram til áframhaldandi forystu í kjördæminu og óska eftir stuðningi sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í 1. sæti listans. Ég hvet sjálfstæðismenn til þess að taka þátt í prófkjörinu og tryggja okkur öflugan og samhentan lista fyrir þingkosningarnar í vor.
 
 
 
Ragnheiður Elín Árnadóttir
 
Höfundur er alþingismaður og oddviti sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.
 
 
 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.