Viðurkennir að hafa brotið gegn börnum í eyjum

8.Janúar'13 | 07:53
Karl Vignir Þorsteinsson sótti það alla tíð mjög fast að fá að vinna með börnum og það fékk hann undantekningarlítið enda þótti hann, út á við hið minnsta, barngóður, hlýr og elskulegur maður.
Stærsta spurningin sem veltur á mörgum þeim er urðu fyrir ofbeldi Karls er hvers vegna gjörðir hans voru ávallt þaggaðar niður og skipti þá engu hvar hann starfaði.
 
Bjartmar Guðlaugsson, tónlistarmaður, og einn þeirra sem varð fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Karls telur ekki óhugsandi að allra verstu brot Karls hafi hann framið mjög snemma þegar hann starfaði með Aðventistakirkjunni í Vestmannaeyjum. Þar hafði Karl komið sér upp hópi þægra drengja sem heimsóttu hann meðan þeir sem voru óstýrilátir eins og Bjartmar sjálfur voru útilokaðir. Sjálfur játar Karl Vignir mörg brot á drengjum þegar hann starfaði þar á sjöunda áratugnum.
 
Bjartmar lýsir því hvernig hann kallaði hvern drenginn á fætur öðrum til sín, lét þá setjast á læri sitt og bæði lét strákana fikta við sig og fiktaði sjálfur í strákunum.
 
„Það er svo auðvelt að fá samúð með honum Karli Vigni Þorsteinssyni. Hann setur upp einhvern hvolpasvip og þú ert farinn að vorkenna honum þó þú sért fórnarlamb. Og hann er svo barngóður, svo hlýr og elskulegur þangað til á ákveðnu mómenti að andlitið breytist í skrímsli og það var það skrímsli sem ég sá. Það skrímsli sem ég hljóp frá.“
 
„Þar kannski eru hans alvarlegustu brot sem ég skil ekki alveg af hverju voru þögguð niður á sínum tíma en þó eru til heimildir um þau sem sanna það.“
 
Í lok viðtals Kastljóss sem tekið var með falinni myndavél virðist Karl Vignir ekki sýna minnstu svipbrögð þegar hann segist hafa átt skilið að fá refsingu fyrir allt það sem hann gerði.
 
„Þetta var bara nógu stór hópur í það heila þar sem ég hef verið að ég ætti að... Hvað á ég að segja? Að ég hefði átt að fá bara refsingu fyrir það. Mér finnst það. Mér fannst það. Að ég ætti að fá refsingu bara.“
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.