Heppilegast að sjúkraflugvél sé í eyjum

7.Janúar'13 | 08:07
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja telur heppilegast að sjúkraflugvél sé staðsett í Vestmannaeyjum. Ekki sé sjálfgefið að sjúkraflugvél á Akureyri sé stödd þar þegar þörf er á henni í Eyjum.
Umræðan um sjúkraflug frá Vestmannaeyjum er ekki ný af nálinni. Eins og fréttastofa RÚV hefur greint frá undanfarna daga var vél staðsett í Eyjum á árum áður. Í tæplega þrjú ár hefur Mýflug á Akureyri annast sjúkraflug á Vestmannaeyjasvæðinu.
 
Bæjaryfirvöld ítrekað óskað eftir sjúkraflugvél til Eyja
Sumarið 2010 var gerður tímabundinn samningur við Mýflug um þjónustuna eftir að Flugfélag Vestmannaeyja missti flugrekstrarleyfi. Á þeim tíma leit Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, svo á að samningurinn við Mýflug væri til bráðabirgða. Vegna landfræðilegrar sérstöðu væri nauðsynlegt að hafa sjúkraflugvél í Eyjum. Í dag segir Elliði að Vestmannaeyjabær hafi oft ítrekað þessar óskir sínar við heilbrigðisyfirvöld. „Á þeim tímum þegar heilbrigðisyfirvöld hafa kappkostað að þjappa sérfræðiþjónustu saman á höfuðborgarsvæðinu þá hefur okkur fundist það lágmark gagnvart okkur á landsbyggðinni að við fáum aukið aðgengi að þeirri þjónustu í gegnum öfluga sjúkraflutninga,“ segir Elliði.
 
Heppilegast að sjúkraflugvél sé staðsett í Vestmannaeyjum
Gunnar K. Gunnarsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, þekkir þá tíð þegar sjúkraflugvél var til staðar í Vestmannaeyjum. Hann telur heppilegast að svo verði áfram því það sé ekki sjálfgefið að sjúkraflugvél sé til taks á Akureyri þegar á henni þarf að halda í Eyjum þar sem Mýflug sinnir sjúkraflutningum víðar á landinu. Gunnar segir að nokkrum sinnum hafi þurft að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna sjúkraflutninga frá Vestmannaeyjum. „Þeir eru mjög fljótir að bregðast við en auðvitað væri heppilegast að það væri fullkomin sjúkraflugvél staðsett hér í Vestmannaeyjum,“ segir Gunnar.
 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).