Látum ljósin loga

3.Janúar'13 | 13:32
Miðvikudaginn 23. janúar verða 40 ár liðin frá upphafi Heimaeyjargossins. Vestmannaeyjabær mun standa fyrir þakkargjörð þann dag og mun formleg dagskrá hefjast síðdegis og ná hámarki með blysför, þar sem bæjarbúar munu safnast saman og ganga fylktu liði frá Landakirkju niður á Básaskersbryggju til að minnast þess þegar Vestmannaeyingar þurftu að yfirgefa heimili sín og halda til hafnar.
Dagskráin verður send á hvert heimili í Vestmannaeyjum auk þess sem hún verður kynnt í fjölmiðlum. Er það von okkar að sú samstaða sem Eyjamenn hafa löngum verið þekktir fyrir muni leiða til þess að flestir þeir sem eigi heimangengt, muni taka þátt í þessari þakkargjörð.
 
Goslokanefnd hvetur Eyjamenn til þess að láta jólaljósin loga fram yfir 23.janúar, til minningar um þá miklu vá sem að Eyjamönnum steðjaði en fyrst og fremst til minningar um ljósið í myrkri öskunnar sem var sú óbilandi elja heimamanna sem tryggði afkomu byggðar í Vestmannaeyjum. Eyjamenn jafnframt hvattir til að láta friðarljós loga þann 23. janúar nk.
 
Goslokanefnd Vestmannaeyja vill jafnframt nota tækifærið og þakka þeim sem hafa sett sig í samband við nefndina með ábendingar, tillögur og hugmyndir vegna goslokaársins 2013. Hægt er að setja sig í samband við fulltrúa nefndarinnar í síma 488-2000 eða á netfangið kristinj@vestmannaeyjar.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.