Dagbók lögreglunnar

Lúðraþytur, eignaspjöll og umferðaróhöpp meðal verkefna lögreglunnar

Helstu verkefni frá 24. til 31. desember 2012

2.Janúar'13 | 08:07

Lögreglan,

Jólavikan fór ágætlega fram og engin alvarleg mál sem upp komu. Frekar rólegt var í kringum veitingastaði bæjarins í vikunni og um helgina. Eitthvað var þó um útköll vegna hávaða og ágreinings í heimahúsum án þess þó að um alvarlega hluti væri að ræða.
Að morgni 30. desember sl. var lögreglu tilkynnt um ölvaðan mann sem var að blása í vuvuzela-lúður og olli með því töluverðum hávaða á götum bæjarins og raskaði með því svefnró fólks. Lúðurinn var tekinn af manninum og honum lesinn pistilinn um að vera ekki að raska svefni fólks. Manninum var jafnframt kynnt að hann gæti nálgast lúðurinn á lögreglustöðinni þegar hann væri orðin allsgáður.
 
Ein eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið en þarna hafði orðið ósætti á milli nágranna sem endaði með rúðubroti. Ekki urðu nein eftirmál vegna þessa og ekki vitað annað en sættir hafi náðst á milli grannanna.
 
Tvær ökumenn voru sektaðir vegna brota á umferðarlögum í vikunni en í báðum tilvikum var um ólöglega lagningu ökutækja að ræða.
 
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni og tengjast þau bæði hálku á götum bæjarins. Í öðru tilvikinu missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á gatnamótum Helgafellsbrautar og Fellavegar með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti utan vega. Í hinu tilvikinu missti ökumaður vald á bifreið sinni á Bröttugötu og rann bifreiðin á tvær kyrrstæðar bifreiðar. Engin slys urðu á fólki í þessum óhöppum og minniháttar tjón á bifreiðunum.
 
Lögreglan í Vestmannaeyjum óskar bæjarbúum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs ár með ósk um að fólk haldi sér innan ramma laganna á nýju ári.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.