Völvan 2013

Siglingar hefjast á ný til Landeyjahafnar í júlí

Íþróttamaður ársins 2013 verður Valtýr Auðbergsson

31.Desember'12 | 09:40

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Völvan hefur enn og aftur sent okkur spá sína fyrir árið 2013 og er greinilegt að lífið verður ljúft í eyjum á árinu 2013. Íþróttalífið verður í blóma og menningarlífið verður aldrei betra en á árinu 2013 miðað við spá Völvuna.
 
Stjórnmál: Völvan sér fyrir sér mikla baráttu innan minnihluta bæjarstjórnar á komandi ári og munu þá aðallega berjast þær Sigurlaug Björk og Jórunn Einarsdóttir. Barátta þeirra mun aðallega snúast um það hvor sé í því að baka sörur og endar þetta með því að þær keppa um Vestmannaeyjatitilinn í sörubakstri á goslokahátíðinni.
 
Bæjarstjórn Vestmannaeyja mun leggja það til að malvarvöllurinn verði friðaður og stytta af Ásgeir Sigurvinssyni verður reist við völlinn til minningar um frækinn afrek hans á malarvellinum hér á árum áður.
 
Elliði Vignissonar bæjarstjóri mun eiga erfitt ár fyrir höndum en vandræði hans tengjast þó ekki stjórnmálum heldur þeim yfirburðum sem Svavar bróðir hans hefur yfir honum á öllum sviðum.
 
Geir Jón Þórisson verður eini þingmaður eyjanna á Alþingi eftir komandi kosningar.
 
 
Íþróttir: Íþróttarlífið í eyjum mun blómstra á árinu og sér Völvan fyrir sér að nokkrir titlar muni koma til eyja. Knattspyrnuráð karla fær viðurkenningur frá SÁÁ fyrir baráttu ÍBV gegn bakkussi en ÍBV sigraði bakkus 5-3 eftir framlengingu.
 
Hið svokallaða ÍBV B(etra) lið í handboltanum hefur gert samning við útrásarvíkinginn Björgvin Rúnarsson og mun liðið í framhaldinu halda í sýningarferð um evrópu. Mun liðið sýna listir sínar fyrir troðfullum handboltasölum.

Þórarinn Ingi mun yfirgefa ÍBV á miðju tímabili en Völvan sér hann gera samning sökum við stórt kvikmyndafyrirtæki í Hollywood. Þórarinn Ingi mun leika í endurgerð Strandvarðanna og slá þar í gegn.

Íþróttamaður ársins verður Valtýr Auðbergsson fyrir stórkostlegan árangur í hinni nýju íþróttagrein Runnahlaup
 

Framkvæmdir: Enn og aftur sér Völvan fram á það að framkvæmdir við Baldurshaga muni klárast á árinu.

 
Menningarmál: Menningarlífið á eftir að blómstra sem endra nær í eyjum á árinu 2013.
Hljómsveitin Logar fagna á árinu 50 ára afmæli hljómsveitarinnar og verður slegið upp dansleik á Hraunbúðum af því tilefni. Sjúkraflutningamenn verða í viðbragðsstöðu af þessu tilefni með startkappla.
Völvan sér fyrir að Eyjabítlarnir með Viðar Togga fremstan í flokki komi saman aftur á árinu og munu þeir spila orginlag Bítlalög beint af plötunni.
Jón Helgi Gíslason mun gefa út seint á árinu 2013 bókina “Status Nonna”
 
Samgöngumál eyjanna: Hafnsögubáturinn Léttir er víst eini báturinn eftir mikla rannsóknarvinnu Siglingamálastofnunnar sem getur siglt til Landeyjahafnar. Farnar verða tvær ferðir á dag með þrjá farþega og hefjast siglingar í júlí.

Þjóðhátíðin: Þjóðhátíðin 2013 verður hátíð sem lengi verður munað eftir. Áfram verður haldið að flytja inn erlenda tónlistarmenn og mun Njiy Nohgy Nkhhy frá Suður Jemen koma og syngja fyrir þjóðhátíðargesti. NNN eins og hann er kallaður seldi fyrir 15 árum 999 plötur og er gert ráð fyrir því að íslendingar fjölmenni á þjóðhátíðina til að sjá þennan magnaða tónlistarmann.
 
 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%