Án stuðnings bæjarbúa væri þetta ekki hægt

segir Adolf Þórsson formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja

30.Desember'12 | 08:47

Björgunarfélag Flugeldar

Í dag klukkan 10:00 opnar flugeldamarkaður Björgunarfélags Vestmannaeyja að Faxastíg en dagurinn í dag og gamlársdagur eru stærstu dagarnir í sölu hjá Björgunarfélaginu á flugeldum. Eyjar.net sló á þráðinn til Adolfs nú í morgunsárið til heyra í honum um gang mála.
 
Hversu mikilvæg er flugeldasalan björgunarfélaginu:
Hún er undirstaða fyrir rekstur félagsins og allt starf á hennar vegum. Svo sem rekstur á björgunarbátnum Þór og allt nýliðastarf á vegum Björgunarfélagsins. Félagið treystir á þessa fjáröflunarleið og hafa bæjarbúar staðið þétt að baki okkur og erum við þakklátir fyrir stuðning þeirra á hverju ári. Án stuðningsbæjarbúa væri þetta ekki hægt” sagði Adolf einlægur
 
Í Björgunarfélaginu sem hefur verið starfandi frá 1918 eru skráðir vel á þriðja hundruð einstaklingar en á útkallskrá félagsins eru um 45 félagar. 14 taka núna þátt í nýliðastarfi félagsins og 10 starfa í unglingadeild BV. Björgunarfélagið fékk á árinu sem er að líða 28 útkallsbeiðnir ásamt nokkrum verkefnum sem félagið sinnti án útkallsbeiðna.
 
Mikilvægt að þeir eldri séu þeim yngri góðar fyrirmyndir
Félagar úr Björgunarfélagi Vestmannaeyja gerðu víðreist á dögunum og fóru alla leið yfir í Barnaskólann, þar sem þeir héldu erindi um rétta meðhöndlun flugelda. Voru það nemendur í 8-10.bekk sem hlustuðu á fyrirlestrana. “Það er mjög mikilvægt að allir fari varlega það skotið er upp. Yngri kynslóðin hefur verið dugleg að nota flugeldagleraugu en þau eldri verða líka að vera duglegi en eru þau fyrirmyndir fyrir þau yngri” sagði Adolf.
 
 
Terturnar eru það vinsælasta í dag
Síðustu ár hafa tertur komið gríðarlega sterkar inn og er verið að bæta inn nýjum tertum á hverju ári. Terturnar eru í raun og veru litlar flugeldasýningar. Hægt er að finna t.d. tertur með miklum og fallegum ljósum og einnig sem eru með sérstaklega mikið af sprengjum en minni ljós. Terturnar hafið notið gríðarlegra vinsælda síðustu ár enda verða þær betri og betri með árunum.
Áfram verða hinir vinsælu fjölskyldupakkar til sölu og það eiga allir finna flugelda og skotkökur við sitt hæfi.” Sagði Adolf Þórsson formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja að lokum spurður út í vinsælustu vörurnar.
 
 
Flugeldamarkaður Björgunarfélags Vestmannaeyja er opinn í dag til klukkan 21:00 og á morgun gamlársdag er opið frá 09-00 til 16:00.
 
 
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.