Vel heppnað jólahlaðborð hjá Slippnum í Vestmannaeyjum

29.Desember'12 | 09:48
Enn halda veitingastaðirnar í Vestmannaeyjum áfram að fá góða dóma en fyrir stuttu sögðum við frá heimsókn freistingar.is á jólahklaðborð Einsa Kalda. Freisting.is er fréttavefur um mat og vín og birtu þeir í gær umfjöllun um heimsókn sína á jólahlaðborðið í Slippnum. Dóm vefsins má lesa hér að neðan:
Slippurinn í Vestmannaeyjum er einungis opinn á sumrin en opnaði í desember fyrir jólahlaðborð og að sjálfsögðu lét freisting.is sig ekki vanta þar. Það er Gísli Matthías Auðunsson og systir hans Indianna Auðunsdóttir ásamt fjölskyldu sem standa á bak við staðinn sem staðsettur er í Magnahúsinu sem áður hýsti Vélsmiðjuna Magna, en húsið hefur staðið að mestu ónotað undanfarna áratugi og er veitingastaðurinn á annarri hæð hússins, með útsýni yfir höfnina og Heimaklett.
 
Þrátt fyrir að lokað hefur verið á Slippnum frá því í sumar, þá var mikið bókað í jólahlaðborðið sem heppnaðist mjög vel. Greinilega mikil vinna hefur verið lagt í hönnun á staðnum sem skilaði sér frábærlega, staðurinn er hlýr, flottur.
 
Skoða má myndir og fulla umfjöllun hér

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.