Segir sig úr Frjálslyndaflokknum

Áramót og úrsögn

Georg Eiður Arnarsson skrifar

29.Desember'12 | 09:58
Merkilegt ár að baki hjá mér að mörgu leiti, en í minningunni hjá mér mun 2012 vera t.d. fyrsta árið í 35 ár, sem ég veiði engan lunda. Var reyndar boðið að fara norður í land, en með svo stuttum fyrirvara að ég sleppti því. Það kom mér hins vegar ekki á óvart hversu mikið var af fugli við Eyjar í sumar.
 
Annað merkilegt er að í nóvember s.l. voru nákvæmlega 25 ár síðan ég keypti minn fyrsta bát, en árið hjá mér er sennilega það besta fiskilega séð frá upphafi. Horfur fyrir næsta ár eru hins vegar ekki mjög bjartar, enda mikið um verðlækkanir á afurðum og kvótaleigan er alltaf jafn erfið, en þetta mjatlast.
Það er komið að tímamótum hjá mér í pólitíkinni, en frá síðustu kosningum hef ég nokkrum sinnum farið fram á að sjávarútvegsstefna Frjálslynda Flokksins væri endurskoðuð, enda var henni breytt án þess að ég vissi af því rétt fyrir síðustu kosningar, breytingar sem ég er afar ósáttur við, en nánar um það síðar. Ég var mjög efins um að ganga til samstarfs við þau pólitísku öfl sem í dag eru kölluð Dögun, en tók samt þátt í stofnun flokksins s.l. vor í von um að hafa þau áhrif á sjávarútvegsstefnu flokksins að framboðið væri raunverulegur valmöguleiki fyrir sjómenn í komandi kosningum, niðurstaðan varð hins vegar ekki eins og ég hafði óskað mér og sagði ég mig úr Dögun fyrir jól og óska fyrrverandi félögum mínum alls hins best og þakka fyrir ágætt samstarf.
 
Vandamálið hjá mér er hins vegar það: Hvað á ég að gera í sambandi við Frjálslynda flokkinn? Það er nokkuð ljóst að FF mun ekki bjóða fram sér í vor, heldur mun stjórn flokksins að öllum líkindum starfa að öllu eða einhverju leiti innan Dögunar, þrátt fyrir að sjávarútvegsstefnan sé jafn galin og hún er og í raun og veru finnst mér ótrúlega margt líkt með stefnu Dögunar í þessum málaflokk, og stefnu núverandi ríkisstjórnarflokka, sem fyrir síðustu kosningar lofuðu því að breyta kvótakerfinu, loforð sem að eins og svo mörg önnur, hafa farið í vaskinn hjá þeim. Það sem ergir mig hvað mest með FF er að ég hef ítrekað gert athugasemd við eitt atriði í stefnu flokksins sem kemur fram á heimasíðu flokksins, xf.is, en hún er svona nokkurn veginn:
 
Við ætlum að breyta kvótakerfinu með því að (innkalla allar aflaheimildir). Þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir frá mér síðust ár, þá hefur því ekki verið breytt. Ég hef rætt þessi mál, bæði varðandi Dögun og FF, ítrekað við stuðningsmenn mína í Vestmannaeyjum og er niðurstaða okkar þessi:
 
Ég segi mig hér með úr Frjálslynda flokknum.
 
Ég vil hins vegar taka það skýrt fram, að ég útiloka alls ekki að ef annar hvor eða báðir flokkar taka upp stefnu í sjávarútvegsmálum, sem ég tel að geti tryggt það að sjávarútvegsbyggðir, eins og Vestmannaeyjar, geti lifað áfram án þess að eiga það stöðugt í hættu að aflaheimildir séu seldar í burtu, með þeim hörmulegu afleiðingum sem við erum að verða vitni að hér í Vestmannaeyjum nýlega, og hafa verið að gerast allt í kringum landið, þá mun ég að sjálfsögðu taka þátt í því, en í bili þakka ég félögum mínum í FF fyrir ánægjulegt samstarf og oft erfitt, en alltaf gaman. Sérstaklega langar mig að þakka þeim Eyjamönnum sem gengið hafa til liðs við FF undanfarin ár, bæði til þess að styðja við mig og stefnu FF, en það hefur verið mér gríðarlega mikilvægt að finna fyrir stuðningi hér í minni heimabyggð, nægir eru víst andstæðingarnir.
 
Baráttan gegn kvótakerfinu líkur aldrei eða amk. aldrei á meðan við búum við þetta svokallaða frjálsa framsal með öllu því rugli sem því fylgir, það er þó ágætt að umborð hjá mér er þó amk. hreinn meirihluti gegn kvótakerfinu, enda alltaf starfað einn á bát.
 
Óska öllum Eyjamönnum og landsmönnum gleðilegs nýs árs og takk fyrir það gamla.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.