Helgihald um jól og áramót

23.Desember'12 | 08:47
Landakirkja óskar Eyjamönnum og öllum lesendum heimasíðunnar gleðilegra jóla, árs og friðar þess er jólin hverfast um, Jesú Krists, Frelsara mannkyns. Vakin er athygli á því að ekki er messa á Þorláksmessu þótt það sé sunnudagur og meira að segja fjórði sunnudagur í aðventu. Það er samkvæmt "ævafornri" hefð að viðhafa þennan liggjanda fyrir hátíðina miklu. Hér má sjá yfirlit yfir aftansöng, hátíðarguðsþjónustur og helgistundir frá aðfangadegi jóla til þrettánda jóladagsins. Með ósk um góða kirkjusókn og gleðileg jól í Landakirkju.
 
Aðfangadagur jóla, 24. desember:
Kl. 14. Bæna- og kertaljósastund í Kirkjugarði Vestmannaeyja.
Kl. 18. Aftansöngur með hátíðarsöngvum. Kór Landakirkju syngja jólasálma og
flytja kórverk. Organisti Kitty Kovács. Einsöngur Silja Elísabet Brynjarsdóttir. Píanóleikur Matthías og Guðný Charlotta Harðarbörn. Fiðluleikur Balás Stankowsky. Prestur sr. Kristján Björnsson.
 
Jólanótt, 24. desember:
Kl. 23.30. Hátíðarguðsþjónusta á jólanótt. Jólaguðspjall lesið í fléttu
við jólasálminn Nóttin var sú ágæt ein. Kór Landakirkju jólasálmar og kórverk. Organisti Kitty Kovács. Fiðluleikur Balás Stankowsky. Prestur sr. Kristján Björnsson.
 
Jóladagur, 25. desember:
Kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur jólalög frá
kl. 13.30 undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar. Kór Landakirkju jólasálmar og kórverk. Organisti Kitty Kovács. Prestur sr. Guðmundur Örn Jónsson.
 
2. dagur jóla, 26. desember:
Kl. 14. Fjölskylduguðsþjónusta með Litlum lærisveinum. Gítarleikur og
kórstjórn Gísli Stefánsson. Prestur sr. Kristján Björnsson.
Kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum. Kór Landakirkju. Organisti
Kitty Kovács. Prestur sr. Guðmundur Örn Jónsson.
Kl. 15. Helgistund á Sjúkrahúsinu, dagstofu 2. hæð. Litlir lærisveinar og
Gísli Stefánsson. Þáttur í jólatrésskemmtun starfsfólks og fjölskyldna þeirra með sjúklingum sínum. Prestur sr. Kristján Björnsson.
 
5. dagur jóla, 30. des:
Kl. 16. Jólatrésskemmtun í Safnaðarheimilinu öllum opið og í boði
Kvenfélags Landakirkju, presta og starfsfólks kirkjunnar.
 
Gamlársdagur 31. desember:
Kl. 18. Aftansöngur með hátíðarsöngvum. Kór Landakirkju. Einsöngur Geir Jón Þórisson. Organisti Guðmundur Hafliði Guðjónsson. Prestur sr. Guðmundur Örn Jónsson.
 
Nýársdagur 1. janúar 2013:
Kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta. Kór Landakirkju. Organisti Guðmundur
Hafliði Guðjónsson. Prestur sr. Guðmundur Örn Jónsson.
 
Þrettándi dagur jóla, 6. janúar:
Kl. 14. Guðsþjónusta í Stafkirkjunni. Flautuleikur Védís Guðmundsdóttir og píano Guðmundur H. Guðjónsson. Almennur söngur. Þáttur í þrettándadagskrá bæjarbúa. Þennan dag verður ekki messað í Landakirkju.
 
Yfir hátíðina verður viðtalstími presta að venju alla virka daga kl. 11-12 en einnig bent er á bakvaktasíma presta 488 1508.
 
Athugið að barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 13. janúar kl. 11 og sunnudaginn 20. janúar hefjast aftur barnaguðsþjónustur kl. 11 og hefðbundnar messur kl. 14.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).