Djúpið ein af níu myndum sem keppa um Óskarinn

21.Desember'12 | 16:23
Djúpið í leikstjórn Baltasars Kormáks er ein þeirra níu mynda sem koma til greina til Óskarsverðlauna í flokki erlendra kvikmynda. Tilkynnt verður um tilnefningar þann 10. janúar.
Alls var 71 kvikmynd tilnefnd í þessum flokki og eru eins og áður sagði níu kvikmyndir sem enn koma til greina. Sérstök dómnefnd mun meta þær myndir sem eftir standa og þann 10. janúar verður tilkynnt hvaða fimm kvikmyndir það verða sem keppa um Óskarinn á sjálfri hátíðinni.
 
Þetta er enn ein rósin í hnappagat Baltasars sem vakti mikla athygli í Hollywood fyrir kvikmynd sína Contraband.
 
Það verður þó við ramman reip að draga fyrir Baltasar því á meðal þeirra kvikmynda sem koma til greina er franska myndin The Intouchables sem farið hefur sigurför um heiminn.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.