Fyrsta skóflustungan tekin í gær að stækkun á Hótel Vestmannaeyjar

15.Desember'12 | 10:33
Í gær var tekin fyrsta skóflustungan að fyrirhugaðri stækkun á húsnæði Hótel Vestmannaeyja en í dag er hótelið neð 21 herbergi eru á hótelinu, 14 tveggja manna, 2 þriggja manna og 2 einstaklings herbergi.
Stækkunin er um 1.000 m2 og mun hún innihalda 24 ný herbergi og hvert herbergi verður 23 m2 að stærð ásamt því að sett verður upp lyfta og aðbúnaður fyrir fatlaða verður góður. Fyrirhugað er að opna stækkunina á hótelinu í lok næsta sumars.
 
Magnús Bragason og Adda Jóhanna Sigurðardóttir keyptu rekstur hótelsins í byrjun þessa árs ásamt fjölskyldu sinni og hefur rekstur gengið vel og vilja þau halda áfram að stækka og efla hótelið með þessari viðbyggingu.
 
Myndir frá skóflustungunni má sjá hér
 
 
Magnús og Adda ásamt stákunum sínum þeim Friðrik, Daða og Braga.
 
Daði Magnússon óskaði eftir því við eyjar.net að það kæmi fram að hann væri einhleypur!
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.