Átta tilkynningar vegna vanrækslu og þrjár vegna ofbeldis gegn börnum

Lagt til að bærinn kaupi og reki sjálfur sérútbúna bifreið fyrir akstursþjónustu fatlaða og aldraða

13.Desember'12 | 08:42

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Fjölskyldu- og tómstundaráð fundaði í gær og meðal þess sem tekið var fyrir á fundi ráðsins voru sískráningar barnaverndarmála fyrir nóvember. Í nóvember bárust 18 tilkynningar vegna 17 barna. Þar af voru 8 tilkynningar vegna vanrækslu, 3 vegna ofbeldis gegn börnum og 7 vegna áhættuhegðunar barna. Mál allra barnanna 17 voru til frekari meðferðar.
Framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir tillögur sínar varðandi breytingar á akstursþjónustu fyrir fatlaða og aldraða, tillögurnar eru eftirfarandi:
-að bærinn kaupi og reki sjálfur sérútbúna bifreið.
-að ráðinn verði starfsmaður sem sinnir akstrinum.
-að starfsmaðurinn og rekstur bifreiðarinnar verði í umsjón þjónustumiðstöðvar.
Ekki er gert ráð fyrir breytingu á þjónustunni og áfram verður unnið eftir þeim reglum sem gilda um ferðaþjónustu Vestmannaeyjabæjar.
 
Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir umræddar tillögur og að verkefnið verði árangursmetið eftir ár frá ráðningu starfsmanns og felur framkvæmdastjóra sviðsins framgang málsins.
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.