Átta tilkynningar vegna vanrækslu og þrjár vegna ofbeldis gegn börnum

Lagt til að bærinn kaupi og reki sjálfur sérútbúna bifreið fyrir akstursþjónustu fatlaða og aldraða

13.Desember'12 | 08:42

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Fjölskyldu- og tómstundaráð fundaði í gær og meðal þess sem tekið var fyrir á fundi ráðsins voru sískráningar barnaverndarmála fyrir nóvember. Í nóvember bárust 18 tilkynningar vegna 17 barna. Þar af voru 8 tilkynningar vegna vanrækslu, 3 vegna ofbeldis gegn börnum og 7 vegna áhættuhegðunar barna. Mál allra barnanna 17 voru til frekari meðferðar.
Framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir tillögur sínar varðandi breytingar á akstursþjónustu fyrir fatlaða og aldraða, tillögurnar eru eftirfarandi:
-að bærinn kaupi og reki sjálfur sérútbúna bifreið.
-að ráðinn verði starfsmaður sem sinnir akstrinum.
-að starfsmaðurinn og rekstur bifreiðarinnar verði í umsjón þjónustumiðstöðvar.
Ekki er gert ráð fyrir breytingu á þjónustunni og áfram verður unnið eftir þeim reglum sem gilda um ferðaþjónustu Vestmannaeyjabæjar.
 
Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir umræddar tillögur og að verkefnið verði árangursmetið eftir ár frá ráðningu starfsmanns og felur framkvæmdastjóra sviðsins framgang málsins.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.