Sjóslysaæfing við skrifborðið

7.Desember'12 | 09:48
Vinnuhópur, sem fer yfir þætti sem lúta að björgun verði sjóslys í Landeyjahöfn, á að skila niðurstöðum fyrir 10. janúar 2013. Þetta var ákveðið á fundi sem Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli, boðaði til í gær um öryggismál í Landeyjahöfn. Í vinnuhópnum eru fulltrúar lögreglunnar á Hvolsvelli, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Vegagerðarinnar, Siglingamálastofnunar, Eimskips og Landhelgisgæslunnar.
Kjartan sagði að fundurinn í gær hefði verið liður í undirbúningi viðbúnaðaráætlunar vegna Landeyjahafnar. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra stýrir gerð áætlunarinnar. Hann sagði að tilgangur fundarins hefði verið að kalla alla aðila saman og fara yfir stöðu mála við gerð viðbúnaðaráætlunarinnar.
 
Stjórnunaræfing, svonefnd „skrifborðsæfing“, verður haldin 17. janúar þar sem æfð verða viðbrögð við mögulegu sjóslysi í eða við Landeyjahöfn. Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, sagði að stuðst yrði við upplýsingar sem vinnuhópurinn mun skila af sér til að ákveða áherslur í skrifborðsæfingunni.
 
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er einnig að undirbúa verklegar björgunaræfingar með útgerð Herjólfs, björgunarsveitum og Landhelgisgæslunni. Þær frestuðust þegar Herjólfur þurfti að fara í viðgerð eftir að hafa rekist utan í hafnargarð í Landeyjahöfn.
 
Víðir sagði að reynt yrði að fara í verklegu æfingarnar eins fljótt og auðið yrði eftir að Herjólfur kæmist aftur í gagnið. Þá yrði fundað með Eimskipi, Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum um hvaða dagur hentaði til æfinga.
 
Víðir sagði að Björgunarfélag Vestmannaeyja og björgunarsveitir úr nærsveitum Landeyjahafnar myndu taka þátt í æfingunum ásamt Landhelgisgæslunni.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.