Kannað verður hvort að síðasti stjórnarfundur Náttúrustofu Suðurlands sé lögmætur

7.Desember'12 | 08:12

Lundi

Eyjar.net sagði frá því hér fyrir um mánuði síðan að einungis einn stjórnarmaður af þremur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands og var lögmæti þess fundar m.a. rætt á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannnaeyja.
Bæjarfulltrúar V-listans lögðu fram eftirfarandi bókun þegar umræður og atkvæðagreiðsla fór fram um fundargerð síðasta fundar Náttúrustofu Suðurlands:
 
Við bæjarfulltrúar V-lista, greiðum ekki atkvæði með fundargerð stjórnar Náttúrustofu frá 08.11. 2012. Á umræddum fundi var einungis einn stjórnarmaður af þremur viðstaddur þegar m.a. var fjallað um rekstraráætlun fyrir árið 2013. Við efumst um lögmæti fundarins og leggjum til að boðað verði til nýs fundar hið snarasta.
Jórunn Einarsdóttir (sign)
Stefán Óskar Jónasson (sign)
Sigurlaug Böðvarsdóttir (sign)
 
Elliði Vignisson lagði fram eftirfarandi tillögu. Lagt er til að samþykkt á fundargerð Náttúrustofu Suðurlands verði frestað og forseta bæjarstjórnar falið að kanna lögmæti fundarins í því ljósi að einungis einn stjórnarmaður af þremur var mættur.
 
Tillaga Elliða var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%