Páll Scheving áfram formaður Þjóðhátíðarnefndar

30.Nóvember'12 | 08:15
Páll Scheving Ingvarsson mun halda áfram formennsku Þjóðhátíðarnefndar ÍBV. Þetta tilkynnti hann á fundi með félagsmönnum í Vestmannaeyjum í kvöld. Áður höfðu Páll og fráfarandi framkvæmdastjóri félagsins tilkynnt að þeir ætluðu að hætta eftir um áratugastarf í nefndinni.
Þegar félagið leitaði eftir nýju fólki í Þjóðhátíðarnefnd gerðu sumir þá kröfu að Páll Scheving myndi leiða hana áfram. Páll segist hafa tekið þeirri áskorun og að hann muni verkstýra nefndinni, en hún er valin til eins árs í senn.
 
Þeir sem skipa nýja Þjóðhátíðarnefnd ásamt Páli eru Birgir Guðjónsson, Eyjólfur Guðjónsson, Hörður Orri Grettisson, Magnús Sigurðsson og Dóra Björk Gunnarsdóttir en hún tekur við starfi framkvæmdastjóra félagsins af Tryggva Má Sæmundssyni í upphafi næsta árs.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%