Straummælingar við Landeyjahöfn

27.Nóvember'12 | 16:38
Siglingastofnun hefur frá upphafi stutt frekari straummælingar við Landeyjarhöfn. Í fyrrasumar var settur fastur straummælir utan við höfnina og var honum ætlað að safna upplýsingum sem nýttust skipstjórnendum til að læra á staðhætti og frávik. Fljótt kom þó í ljós að sandurinn olli of miklum truflunum til að upplýsingarnar væru áreiðanlegar, auk þess sem slíkur straummælir, við þó betri aðstæður, segir aðeins til um strauminn á tilteknum punkti.
Rekstraraðilar Herjólfs settu annan straummæli um borð og var honum ætlað að safna upplýsingum um strauma á siglingaleiðinni svo kortleggja mætti nánar viðsjárverða hegðun þeirra. Sá reyndist illa og virtist ekki geta mælt í litlu dýpi eins og því sem er síðasta spölinn að Landeyjahöfn. Hefur sá mælir því ekki verið talinn nothæfur.
 
Vegna mikils ölduróts við ströndina hefur verið útilokað að gera stöðugar straummælingar því hefðbundnir straummælar standast ekki það álag sem þarna er, einkum yfir vetrartímann. Þegar útséð var um að tilraunir til straummælinga myndu skila tilætluðum árangri kom til athugunar nýleg tækni sem hefur ekki verið reynd áður hér á landi í þessu skyni. Er það radar sem komið er fyrir í landi og skilar jafnóðum yfirborðsmælingum á straumi, ölduhæð og öldustefnum á tilteknu svæði. Fyrstu athuganir benda til þess að slíkur radar gæti komið að gagni við straummælingar í Landeyjahöfn. Verði niðurstaðan sú, verður hann settur upp á næstu mánuðum.
 
Hvað sem straummælingum eða áframhaldandi rannsóknun líður verður verkefninu um samgöngur við Vestmannaeyjar ekki lokið fyrr en fengið er skip sem hentar til siglinga í Landeyjahöfn. Í undirbúningi framkvæmda þar mælti Siglingastofnun sterklega með því að samhliða nýrri ferju yrðu skoðaðir möguleikar siglingahermis til að takast á við þær sérstöku aðstæður sem eru við höfnina. Í slíkum hermi geta menn æft viðbrögð við óvæntum aðstæðum og þannig undirbúið sig fyrir raunveruleg atvik. Vissulega verður stjórnhæfni skipsins þá líka að vera í lagi, en á það hefur verið ítrekað bent að Herjólfur hentar höfninni afar illa.
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).