Ernir eykur flug milli lands og Eyja

25.Nóvember'12 | 08:27
Í ljósi þeirra frétta að Herjólfur mun sigla í Þorlákshöfn í dag sunnudag og fara í slipp á mánudag mun Flugfélagið Ernir auka flug til Eyja til að anna þeirri eftirspurn sem myndast hefur nú þegar.
 
Í tilkynningum frá Erni segir, að sett hafi verið upp aukaflug á morgun, sunnudag, og hefur félagið í hyggju að setja upp enn fleiri aukaflug ef á þarf að halda. Fylgst verður vel með aukinni aukinni eftirspurn næstu daga og hefur Ernir mikla möguleika á fjölda fluga milli lands og Eyja til að anna eftirspurn og koma fólki leiðar sinnar.
 
 
„Flugfélagið Ernir vill koma því á framfæri við fólk að bóka flug tímanlega á vefsíðu félagsins www.ernir.is eða hafa samband beint við afgreiðslur í Reykjavík eða Vestmannaeyjum. Allar tilkynningar um ný aukaflug næstu daga munum birtast á facebook síðu Ernis,“ segir í tilkynningu Ernis.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.