Lét afmælisgjafirnar renna til Krabbameinsfélagsins

23.Nóvember'12 | 08:27
Óskar Jakob Sigurðsson, veðurathugunarmaður á Stórhöfða, var 75 ára 19. nóvember síðastliðinn. Óskar hélt upp á afmælið sitt í sal Veðurstofunnar sunnudaginn 18. nóvember og afþakkaði allar gjafir en útbjó þess í stað bauk þar sem vinir og vandamenn gátu gefið frjáls framlög til styrktar starfsemi Krabbameinsfélags Íslands.
 
Hann færði félaginu svo baukinn á afmælisdegi sínum en alls söfnuðust 95.276 krónur í afmælinu.
Óskar hefur alla sína tíð búið á Stórhöfða í Vestmannaeyjum og vann hjá Veðurstofu Íslands frá árinu 1965 til ársloka 2008 en þá tók sonur hans við starfinu. Hann er þrátt fyrir það ekki alveg hættur að vinna því hann sinnir ýmsum viðvikum vegna mengunarmælinga í Stórhöfða.
 
Fjölskylda Óskars hefur búið í Stórhöfða frá árinu 1910 og er sonur Óskars sá fjórði , í beinan karllegg, sem sinnir veðurathugunum þar.
 
Aðstandendur Krabbameinsfélagsins þakka Óskari , vinum hans og vandamönnum kærlega fyrir stuðninginn um leið og þeir óska honum innilega til hamingju með daginn.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.