Það leiðinlegasta sem ég hef lent í

segir Eiður Aron Sigurbjörnsson

21.Nóvember'12 | 07:52
Það hefur lítið farið fyrir Eiði Aroni Sigurbjörnssyni, knattspyrnumanninum efnilega úr Vestmannaeyjum, eftir að hann yfirgaf ÍBV í ágúst á síðasta ári og gerði fjögurra ára samning við Örebro.
Eiður, sem er 22 ára gamall varnarmaður, kom við sögu í 7 leikjum með liði Örebro í fyrra en á nýafstaðinni leiktíð lék hann ekki eina einustu sekúndu með liðinu sem endaði í næstneðsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og féll þar með í B-deildina.
 
„Ég meiddist undir lok tímabilsins en fram að því var ég bara í frystikistunni. Þrátt fyrir slakt gengi liðsins þá var þjálfarinn bara með sína menn í miðvarðastöðunum og hann vildi ekkert breyta því. Þetta tímabil var því það leiðinlegasta sem ég hef farið í gegnum,“ sagði Eiður Aron í samtali við Morgunblaðið en hann er staddur í fríi í Vestmannaeyjum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.