Vestmannaeyjahöfn skilar rekstrarafgangi upp á 47,415 millj.kr

19.Nóvember'12 | 08:08

höfn vestmannaeyjahöfn vestmannaeyjar vestmannaeyjabær

Farið yfir fjárhagsáætlun Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2013 á síðasta fundi Framkvæmda- og hafnarráðs og kemur þar fram að rekstrarafgangur verður 47,415 millj.kr.
 
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og sendir hana til síðari umræðu í Bæjarstjórn Vestmannaeyja. Sérstakar samþykktir nema 187 milljónum sem felast í framkvæmdum við Binnabryggju, endurnýjun á Létti og flotbryggju. Þá var samþykkt sérstakt framlag að fjárhæð 3,5 milljónir króna í tilefni þess að árinu 2013 verður þess minnst að 40 ár verða liðin frá upphafi og lokum eldgossins á Heimaey 1973. Á næsta ári verða liðin 100 ár frá því að sérstök lög voru samþykkt á Alþingi um Vestmannaeyjahöfn og er þetta sérstaka framlag Vestmannaeyjahafnar ákveðið í tilefni þess.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.