HSV semur við Tölvun um upplýsingatækniþjónustu

16.Nóvember'12 | 15:33
Skrifað hefur verðið undir þriggja ára samning milli Heilbrigðisstofnunarinnar Vestmannaeyjum og Tölvunar sem nær til flestra þátta í upplýsingatækniþjónustu fyrir HSV.
 
Innifalið í samningnum er föst viðvera tæknimanna, útvistun á serverum og hýsingarþjónusta, hugbúnaðarleyfismál og ljósleiðaratenging ásamt internetsþjónustu.
Ljósleiðaratengingin sem komið var á árið 2006, gefur mikla stækkunarmöguleika og verður Sjúkrahúsið nú tengt við hýsingaraðstöðu Tölvunar á 1Gbps eða 1000Mbps hraða sem er hundraðföld hraðaaukning frá því sem verið hefur. Endurnýjun netþjóna fer fram með því að flytja þjónusturnar inn á sýndarvélaumhverfið (VmWare) í hýsingaraðstöðu Tölvunar.
 
Fyrir Heilbrigðisstofnunina er samningurinn mjög jákvæður þar sem að samningurinn tekur á allri upplýsingatækniþörf stofnunarinnar til næstu þriggja ára og kostnaðurinn því fyrirsjáanlegur.
 
Hýsingarþjónustu Tölvunar vex stöðugt fiskur um hrygg og eru nú 3 stórir aðilar að nýta sér miðlæga þjónustu Tölvunar, en fyrir eru Ísfélagið og VSV, ásamt fleiri smærri fyrirtækjum.
 
Hjá Tölvun starfa nú 4 tæknimenn og 6 starfsmenn í allt. Tölvun hefur því bæði tækjabúnað og mannafla til að bæta viðskiptavinum í þjónustu okkar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.